logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stofnfundur foreldrafélags Krikaskóla

25/10/2010

Foreldrafélag hefur það hlutverk að tryggja velferð og hagsmuni barnanna einnig að efla tengsl foreldra og skóla/leikskóla.  Markmið foreldrafélaga er samvinna foreldra og kennara ásamt því að efla samstarf foreldra innbyrðis.

Mánudaginn 4. október var haldinn undirbúningsfundur þar sem farið var yfir markmið, lög og stefnur foreldrafélaga. Sátu foreldrar frá flestum árgöngum og starfsmaður skólans fundinn.

Á þessum fundi var rætt um árgangafulltrúa (bekkjafulltrúa) og nauðsyn þess að hafa slíka fulltrúa í skólanum. Hlutverk árgangafulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers árgangs ásamt því að skipuleggja skemmtilegar stundir tvisvar eða oftar yfir árið með sínum árgangi.

Dagskrá stofnfundarins verður svohljóðandi:

1.)   Stutt kynning og umræða um verk foreldrafélags og árgangafulltrúa.

 

2.)   Tillaga að lögum foreldrafélagsins lögð fram til samþykktar.  

 

3.)   Kosning stjórnar í foreldrafélag Krikaskóla, þær sem hafa boðið sig fram eru: 

Dagbjört Anna Gunnarsdóttir (Formaður)
Elísabet Guðmundsdóttir (Varaformaður)
Ragnheiður Hafsteinsdóttir (Ritari)
Kirstin Lára Halldórsdóttir (Gjaldkeri)
Ólafía Ásgeirsdóttir (Meðstjórnandi)
Sigurlaug Jónsdóttir (Meðstjórnandi)
Eygerður Helgadóttir (Meðstjórnandi)

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnar endilega komið því á framfæri fyrir fundarhald.      

4.)   Kosning árgangafulltrúa (bekkjafulltrúa).

5.)   Kosning fulltrúa í Skólaráð Krikaskóla.  En þar sitja tveir fulltrúar foreldra, ásamt fulltrúum kennara, starfsmanna, nemenda og skólastjóra.

 

Hægt er að kynna sér vandlega skilgreiningu á starfi og verksviði árgangafulltrúa (bekkjafulltrúa) ásamt verksviði stjórnar foreldrafélagsins en bæði má finna í Handbók grunnskóla (sjá link).  Ekki eru öll atriði í þeim lýsingum sem passa við Krikaskóla en gefur góða hugmynd.

 

http://www.heimiliogskoli.is/media/files/1198892159/Handbok_leikskola.pdf
http://www.heimiliogskoli.is/media/files/1198892159/Handbok_grunnskola.pdf
www.nymenntastefna.is
http://www.borninokkar.is/foreldrafeloeg

 

 

                                              

Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra með sól í hjarta og bros á vör.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira