logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Að tala saman um erfið mál - Opið hús í kvöld

15/02/2011

Opið húsÍ kvöld, miðvikudaginn 23. febrúar er komið að fimmta opna húsinu í vetur en að þessu sinni verður fjallað um áföll í fjölskyldum, svo sem skilnað og önnur áföll, og hvernig heppilegast er að umgangast börn í því sambandi. Tekin verða dæmi um slíkar aðstæður, viðbrögð barna og fullorðinna.

Fyrirlesari er Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd.


Sigrún hefur unnið að fjölskyldurannsóknum og fjölskyldumeðferð um árabil og tengir erindið íslenskum rannsóknarefnivið og reynslu af fræðslu- og meðferðarstarfi með fjölskyldum.


Opna húsið verður haldið í Listasal Mosfellsbæjarað vanda kl. 20-21. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira