logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

09/01/2012

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

  

UM ÁBYRGÐ FORELDRA

  

TVÖ VIÐBÚNAÐARSTIG            

 

 

Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og
veður­spám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. 

Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti for­eldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, svo sem vegna þess að bifreið er vanbúin til vetraraksturs.

Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á höfuð­borgarsvæðinu er fylgst gaumgæfilega með og gefnar út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.

Um er að ræða tvö viðbúnaðarstig vegna óveðurs: 

VIÐBÚNAÐARSTIG 1:  Röskun verður á skólastarfi
Viðbúnaðarstig 1
vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til  skóla – foreldrar fylgi börnum í skólann.

VIÐBÚNAÐARSTIG 2:  Skólahald fellur niður.
Viðbúnaðarstig 2
Hér er fyrst og fremst átt við yngri börn en það er algjör­lega á ábyrgð foreldra og háð mati þeirra. Þegar rætt er um foreldra er átt við foreldra og aðra forráðamenn.

skoli
 

Tilkynningar um viðbúnaðarstig

Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum. Kappkostað er að koma tilkynningum tímanlega á framfæri í samvinnu við fréttastofur útvarpsstöðva (RÚV og Bylgjuna) og helstu fréttamiðla á vefnum (mbl.is og visir.is) og er miðað við að tilkynningar berist þeim eigi síðar en kl. 7.00 að morgni sé tekin ákvörðun um viðbúnaðarstig við upphaf skóladags.

Símkerfi skóla eru að jafnaði ekki undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast með tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum,    á heimasíðum skóla og á shs.is

Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda um viðbúnaðarstig en forðast að láta stjórnast af mati nemenda á aðstæðum.

 

Viðbúnaðarstig 1VIÐBÚNAÐARSTIG 1:Röskun á skólastarfi – foreldrar fylgi börnum í skóla
Röskun á skólastarfi – foreldrar fylgi börnum í skóla

Röskun getur orðið á skólastarfi vegna veðurs ef starfsfólk á erfitt með að komast í skóla. Við þessar aðstæður eru skólar engu að síður opnaðir og taka á móti nemendum og þeir geta dvalið þar á meðan skipulagt skólahald á að fara fram. 

Mjög mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum til skóla og yfirgefi þau alls ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.

Í upphafi skóladags getur verið að mönnun skóla sé takmörkuð. Foreldrar geta þá búist við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Foreldrar eru hvattir til að taka slíkum beiðnum vel.

Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt sé að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki börn sín. Þá eru gefnar út tilkynningar um það, auk þess sem skólarnir leggja sig fram um að hafa samband við foreldra.


Viðbúnaðarstig 2VIÐBÚNAÐARSTIG 2:Skólahald fellur niður
Skólahald fellur niður

Séu aðstæður þannig að óhjákvæmilegt sé að fella skólahald niður um tíma vegna veðurs fá fjölmiðlar tilkynningu um það. Þá ber foreldrum að halda börnum sínum heima þangað til tilkynningar berast um annað.

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs pdf 

_____________________________________________

Disruption of school operations due to storms

Request on reactions of parents and guardians. The Capital District Fire and Rescue 
Service prepared the request in collaboration with the education authorities in the 
Greater Reykjavík Area. 
Disruption of school operations pdf 

 

Pdf document in other languages 

Interrupción de las actividades escolares debido a tormentas 
ผลกระทบต่อการเรียนการสอนเนื่องจากสภาพอากาศที่เลวร้าย 
ZAKŁÓCENIA PRACY SZKÓŁ Z UWAGI NA ZŁĄ POGODĘ 
ИЗМЕНЕНИЯ В РАБОТЕ ШКОЛ В СВЯЗИ С НЕПОГОДОЙ 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira