logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ

15/10/2012

afmælislogoLíkt og undanfarin 9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði  kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.

 

Gefnar hafa verið út nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla og er í þeim gengið út frá 6 lykilþáttum: læsi, sjálfbærni, jafnrétti, sköpun, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi.

Í vetur verður á opnum húsum sjónum beint að þessum þáttum og hvernig þeir snúa að foreldrum/forráðamönnum.

 

Hægt er að skoða dagskrá vetrarins hér. Einnig eru dagsetningarnar komnar inní viðburðadagatalið.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira