logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fylgjast með veðurspá

06/03/2013
Biðjum alla foreldra að fylgjast með veðurspá morgundagsins fimmtudagsins 7. mars 2013.  Gert er ráð fyrir slæmu veðri en á vef Veðurstofu Íslands er eftirfarandi viðvörun nú kl. 14:00;

Búist er við stormi eða roki (meðalvindhraða meiri en 23 m/s) S- og V-til á landinu í dag og syðst á landinu á morgun. Gildir til 07.03.2013

Foreldrar meta hvort þeir senda börn sín í skóla. Skólinn verður opinn skv. viðbúnaðarstigi 1 nema annað verði tilkynnt í fjölmiðlum.  Nokkur vandi skapaðist vegna erfiðleika starfsmanna við að komast
til vinnu í Krikaskóla vegna færðar miðvikudaginn 6. mars 2013. 

Kennsla var að mestu felld niður í dag en börnin undu við ýmis viðfangsefni undir handleiðslu þeirra starfsmanna sem komust til vinnu.  Nokkur börn völdu einnig að skreppa aðeins út í veðrið og reyna styrk
sinn og þol. 

 

Þökkum foreldrum fyrir samstarfið í dag en margir þeirra  hafa liðsinnt okkur með ýmsu móti, sem og hjálpast að við að sækja og koma börnum til og frá skóla.  Kærar þakkir fyrir það. 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira