logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Samstarfsverkefni við Lions-klúbbinn Úurnar og FaMos

25/04/2014
Áætlað er að Krikaskóli og Lions-klúbburinn Úurnar haldi áfram samstarfi sínu skólaárið 2013-2014. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist í október.  Félagskonur í Lionsklúbbnum munu þá heimsækja okkur vikulega og aðstoða börnin við lestur.  Þetta er spennandi verkefni og verður í góðum tengslum við þær áherslur í Krikaskóla að tengjast samfélaginu í kring um okkur. Eins stefnum við á samstarf við FaMos sem er félagsskapur aldraðra hér í Mosfellsbæ.  Fulltrúar þaðan munu koma inn í textíl-smiðjur barna á aldrinum 5 til 9 ára.  Við fögnum þessum verkefnum mjög hér í Krikaskóla. 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira