logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2014-2015

02/10/2014

Líkt og undanfarin 11 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti.

Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. 

OPNU HÚSIN eru haldin  í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.

Að þessu sinni verður sjónum beint að hagnýtum ráðum við uppeldi og umgengni við börn og unglinga.

29. október 2014    Svefn og svefnvandi
26. nóvember 2014
  Matvendni - hvað er til ráða ?
28. janúar  2015
  Kerru og keyrða kynslóðin
25. febrúar  2015
  Kroppurinn er kraftaverk
25. mars     2015
  Máttur tengslanna 
    (Auglýst með fyrirvara um breytingar)

 

Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.

Kveðja, Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira