logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fræðslukvöld fyrir foreldra 5,6, og 7 ára barna

13/01/2015
Þann 15. janúar nk. frá kl. 20:00 - 21:30 verður haldið fræðslukvöld fyrir foreldra 5, 6 og 7 ára barna um áhersluþætti Krikaskóla í lestrar- og stærðfræðinálgun skólans.

Andrea Anna Guðjónsdóttir, verkefnastjóri íslenskukennslu, mun kynna læsisnám, nálganir og mikilvægi samvinnu heimilis og skóla í lestrarnámi barna.

Einnig mun hún fjalla um leiðir fyrir foreldra til að efla áhuga og getu barna sinna á lestri. 

Kristjana Steinþórsdóttir verkefnastjóri stærðfræðikennslu, mun kynna nálgun og leiðir í stærðfræði byggða á skilningi barna.


Það verður heitt á könnunni og við vonumst til að sjá sem flesta.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira