logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heilsudagur í Mosfellsbæ

11/05/2015
Þriðjudaginn 12. maí verður Heilsudagurinn í Mosfellsbæ haldinn hátíðlegur í annað sinn undir yfirskriftinni "Heilsa og hollusta fyrir alla".  

Morgunganga og málþing 

Dagurinn hefst snemma eða kl. 06:00 með hressandi morgungöngu en haldið verður á Mosfell með Ferðafélagi Íslands, lagt upp frá bílaplaninu við Mosfellskirkju. Að kvöldi Heilsudagsins verður blásið til málþingsins "Heilsa og hollusta fyrir alla 2015". Kjarni málþingsins snýr að áhersluþætti ársins 2015 sem er hreyfing og útivist og fáum við marga góða gesti til okkar. Má þar meðal annars nefna nýskipaðan landlækni, Birgi Jakopsson, fulltrúa frá Leirvogstunguskóla og Lágafellsskóla, fróðleik um hreyfiseðla og margt fleira. Aðalfyrirlesari kvöldsins verður svo enginn annar en íþróttafrömuðurinn og frumkvöðullinn Magnús Scheving sem er m.a. höfundur Latabæjar. 

Málþingið verður haldið í Framhaldskólanum í Mosfellsbæ kl. 19:30 - 21:40


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira