logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús:Umferðarreglurnar á netinu

22/10/2015
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar.

Eins fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. 
Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unginga geta nýtt sér.

Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðareglurnar á netinu. 

Það er mikilvægt að muna það að við foreldrar höfum stóru hlutverki að gegna í að tryggja öryggi barna okkar á netinu, en hvert er það hlutverk? 
Hvað þurfum við að vita og hvað eigum við að kenna börnum okkar?

Hermann Jónsson starfar sem fræðslustjóri Advania og mikill áhugamaður um netöryggi og góð samskipti á netinu sem og annarstaðar.

Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. 

Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Á opnum húsum er sjónum beint að hagnýtum ráðum við uppeldi og umgengni við börn og unglinga.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira