logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús: Metnaður foreldra

25/01/2016
Fyrsta Opna hús ársins hjá
Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
verður haldið miðvikudaginn
27. janúar klukkan 20 í Listasal
Mosfellsbæjar.


Að þessu sinni mun Wilhelm
Norfjörð sálfræðingur fjalla um
metnað foreldra í þágu barna sinna.

Á barnið mitt að komast í landsliðið? Á barnið mitt að fá 9,5+ í öllum greinum? Á barnið mitt að geta það sem ég gat ekki? Eigum við að daga úr metnaði barnsins okkar ef okkur finnst hann fara út fyrir okkar mörk? Hvar eru mörkin ?Sannleikurinn er sá að þessu er erfitt að svara en hér verða nefndir margir áhrifavaldar sem hafa áhrif á kröfur okkar. Foreldrar geta verið öruggari með þann gullna meðalveg sem þeir hafa valið barni sínu í kröfum og metnaði ef þeir skoða málið út frá mörgum sjónarhornum.Wilhelm Norðfjörð hefur áratuga reynslu af því að sinna fræðslu fyrir foreldra og aðra uppalendur auk þess sem hann hefur haldið mörg námskeið um samskipti foreldra og barna.Áhugavert innlegg sem á sannarlega erindi til þeirra er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti.


Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira