logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litli skiptibókamarkaðurinn í Bókasafni Mosfellsbæjar

09/01/2018
Litli skiptibókamarkaðurinn fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar lau. 13. jan. kl. 14–16. Börnum á aldrinum 6 – 12 ára er boðið að koma með gömlu bækurnar sínar sem þau eru hætt að lesa og velja sér aðrar í staðinn. 

Börnin fá afhentan miða með tölustaf sem gefur upp þann fjölda bóka sem þau koma með, sýna svo miðann þegar þau eru búin að velja sér bækur, og geta þá tekið jafn margar með sér heim.

 Mikilvægt er að bækurnar séu vel með farnar og hreinar. 

Markmiðið er að lengja líftíma bókanna, ýta undir áhuga barnanna á bókum og þar með lestraráhuga. Gott er að mæta tímanlega svo hægt sé að raða upp bókunum. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Bókasafn Mosfellsbæjar

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira