logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Gjaldskrárhækkun frá 1.janúar 2021

22/12/2020
Á 750. fundi bæjarstjórnar þann 27. nóvember 2019 voru samþykktar gjaldskrárhækkanir í tengslum við fjárhagsáætlun 2020. Sumar gjaldskrárnar tóku gildi 1. janúar 2020 og aðrar áttu að taka gildi 1. ágúst 2020. Á 763. fundi bæjarstjórnar þann 10. júní var samþykkt að fresta gildistöku þeirra gjaldskráa sem áttu að taka gildi í ágúst og taka þær því gildi núna 31. desember 2020. 

Janúaráskrift í mötuneyti hækkar úr 400 krónur máltíðin í 410 krónur, ávaxtabiti úr 115 í 118 kr, morgunmatur úr 108 í 111 kr og síðdegishressing úr 108 í 111 kr.
Klukkustundin í frístund hækkar úr 329 krónum í 337 krónur.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira