logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

04/04/2019

Á morgun föstudaginn 5. apríl verður Litla upplestrarkeppnin haldin hjá 4. bekk í Krikaskóla kl. 13:00.  Litla upplestrarkeppnin er upprunnin í Hafnarfirði og fór þar fram í fyrsta sinn 2010.  Litla upplestrarkeppnin hefur það markmið að hver og einn keppi að betri árangri, keppi við sjálfan sig og vinni sigra í að efla framsögn sína og upplestur.  Lögð er áhersla á vandaðan framburð og að njóta.

Æfingar hefjast í kringum Dag íslenskrar tungu 16. nóvember og nær hámarki í mars á hverju ári.  Börnin lesa upp ýmsa texta og ljóð ásamt því að syngja nokkur lög að eigin vali.

Allir forráðamenn og áhugasamir eru boðnir velkomnir.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira