logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Bleiki dagurinn 2012

09.10.2012

BleikaslaufanOktóber er mánuður Bleiku slaufunnar sem er árverknis-og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.  Af því tilefni ætlum við í Krikaskóla að klæðast einhverju eða jafnvel öllu bleiku föstudaginn 12. október. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Sjá nánar um bleika daginn hér

Meira ...

Kynningarfundur fyrir foreldra

01.10.2012

krikask_01Fimmtudaginn 4.október kl.18 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í Krikaskóla. Fundurinn hefst í matsalnum kl 18.00. Þá verður stutt kynning á hugmyndafræði skólans og öðrum þáttum sem varða skólastarfið í heild. Eftir það bjóða deildastjórar og umsjónarkennarar foreldrum til kynningar á hverju hreiðri fyrir sig þar sem þeir kynna starf vetrarins. Til að sjá dagskránna þarf að ýta á lesa meira.

Meira ...

Frístundaakstur frá Krikaskóla

21.09.2012

krikask_01Frístundaakstur á milli Krikaskóla og Lágafellsskóla hefst næstkomandi mánudag, 24.september. Aksturinn er vegna samstarfs frístundar og Aftureldingar. Börn sem sækja íþróttaæfingar eftir skóla geta nýtt sér þessar ferðir. Bíllinn stoppar við íþróttahús Varmárskóla á leið sinni í Lágafellsskóla. Aksturstímana má sjá hér.

Meira ...

Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ

18.09.2012

SamgönguvikaDagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, en yfirskriftin í ár er „á réttri leið“. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Meira ...

Leshringur átt og níu ára nemenda

12.09.2012

LeshringurÍ vetur er börnum í 3.- 4. árgangi boðið að taka þátt í leshring. Um er að ræða 50 mínútur í stað útivistar á föstudögum. Börnin skrá sig í hópinn og eru skuldbundin til að mæta en geta að sjálfsögðu skráð sig úr hópnum. Tíminn er vinsæll bæði meðal stúlkna og drengja og allir leggja sig fram við lesturinn. Í framhaldi stendur til að bjóða börnum í 1.- 2. árgangi sem treysta sér í nokkuð krefjandi lestur.

 

Leshringur2

Meira ...

Starfsmannafundur 14.september

11.09.2012

krikask_01Næsta föstudag þann 14.september verður starfsmannafundur kl.14 í Krikaskóla. Börnin þurfa að vera sótt fyrir þann tíma.

Meira ...

Myndataka í Krikaskóla

10.09.2012

Krikaskóli merkiFimmtudaginn 13. september mun Ólína ljósmyndari frá myndo.is koma í Krikaskóla og taka myndir af börnunum. Hún mun taka hópmyndir og einstaklingsmyndir. Ef veður leyfir mun hópamyndtakan vera tekin utandyra en einstaklingsmyndir innandyra og stefnt er að því að myndatökur hefjast uppúr kl. 9.

Meira ...

Vettvangsferð í Árbæjarsafn

24.08.2012

IMG_0813

Átta og níu ára börn byrjuðu í þemanáminu sínu í vikunni. Fyrsta þemaverkefnið nefnist „Í þá gömlu góðu daga“. Af því tilefni fórum börnin með kennurum sínum á Árbæjarsafn í gær. Starfsmaður á safninu tók á móti börnunum og gekk með þeim um safnið. Hann fræddi þau um stóra brunann í Reykjavík 1915. Einnig fræddi hann þau um gamlar byggingar og muni. Börnin skemmtu sér vel og voru mjög áhugsöm að kynna sér hvernig lífið gekk fyrir sig í "gamla daga".

Meira ...

Í þá gömlu góðu daga

24.08.2012

8 og 9 ára byrjuðu á þemanáminu sínu í vikunni og það heitir „Í þá gömlu góðu daga“.  Í tilefni af því fórum við á Árbæjarsafn í gær og gekk ferðin vonum framar. Kalli tók á móti okkur og fræddi um alla króka og kima safnsins. Við fengum að kynnast brunanum stóra í Reykjavík um 1915, allar gömlu byggingarnar og gamla muni sem börnin voru mjög áhugasöm um. Við munum vinna mikið út frá ferðinni og vonandi gefast kostur á að fara aftur síðar. 

Meira ...

Nýtt skólaár í Krikaskóla hafið

21.08.2012

IMG_0243 Skólasetning Krikaskóla fór fram föstudaginn 17. ágúst 2012.  Börnin komu ásamt foreldrum sínum til að hefja nýtt skólaár.  Gleði, spenna og smá kvíði fylgir með en yfirhöndina á yfirleitt ánægjan yfir að hitta aftur góða vini og félaga.  Umsjónarkennarar eru Svava Björk, Sigríður Ásdís og Andrea Anna með 6 og 7 ára börnin og Margrét Lára og Sigríður Helga með 8 og 9 ára börnin.

Meira ...

Síða 2 af 5

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira