logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Röskun á skóla- og frístundastarfi

19.10.2016
Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt....
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

06.10.2016
Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Fyrsta opna húsið verður 26. október og verður umfjöllunarefnið Tölvufíkn - Þegar skemmtun verður skaðleg. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00
Meira ...

Starfsdagur í Krikaskóla mánudaginn 26.september

16.09.2016
Mánudaginn 26.september er starfsdagur í Krikaskóla. Þann dag koma börnin ekki í skólann, hvorki leik- né grunnskólabörn. Starfsmenn verða að vinna skipulag, áætlanir og fá jafnframt fræðslu frá Þórhildi Helgu Þorleifsdóttur ráðgjafa um teymiskennslu.
Meira ...

Haustkynning fyrir foreldra 30. ágúst 2016

30.08.2016
Haustkynning fyrir foreldra verður haldin í Krikaskóla 30. ágúst 2016 kl. 17:30-18:30. Við byrjum í salnum og svo munu deildarstjórar og umsjónarkennarar bjóða sínum foreldrahópi í hreiður þar sem verkefni vetrarins verða kynnt. Þrúður verður með stutta kynningu fyrir nýja foreldra um skólann. Óskað verður eftir nýjum fulltrúum foreldra í Skólaráð Krikaskóla á fundinum.
Meira ...

Litadagur í Krikaskóla

25.08.2016
Föstudaginn 26 ágúst er litadagur í Krikaskóla. Þá er tilvalið að allir mæti í fötum í sama lit og hverfið sem það tilheyrir í túninu heima
Meira ...

Haustkynning fyrir foreldra þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30

23.08.2016
Umsjónarkennarar og deildarstjórar kynna námsefni og skipulag hvers árgangs fyrir sig.
Meira ...

Starfs- og fræðsludagur í Krikaskóla

18.08.2016
Fimmtudaginn 18. ágúst er starfsdagur með starfsmönnum Mosfellsbæjar sem hefst kl. 13:00. Við munum því loka skólanum og biðjum foreldra að sækja börnin sín fyrir kl. 12:30. Föstudaginn 19. ágúst er fræðsludagur Krikaskóla og skólinn lokaður. Grunnskólakennarar sækja námskeið í Numicon - stærðfræði fyrir hádegi, leikskólakennarar og annað starfsfólk skólans fræðslu um sérþarfir og samstarf á sama tíma. Sameiginlegur starfsdagur skólans verður svo eftir hádegi hér í Krikaskóla.
Meira ...

Sumarleyfi 2016

02.07.2016
Nú erum við komin í orlof í Krikaskóla. Sumardeild leikskólanna er í Reykjakoti. Við opnum aftur i Sunnukrikanum 2. ágúst kl. 7:30 fyrir leikskólabörn og grunnskólabörn sem eru skráð í sumarfrístund. Grunnskólinn verður settur 15. ágúst kl. 9:00. Óskum ykkur öllum ánægjulegs tíma með ykkar nánustu í júlímánuði og sjáumst í ágúst.
Meira ...

Skólaslit á mánudag

24.06.2016
Skólaslit Krikaskóla verða mánudaginn 27. júní næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 13.
Meira ...

Síða 2 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira