logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar dagana 24.-28.apríl

19.04.2017
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar er í næstu viku, 24.-28.apríl. Þemað í ár er Bærinn okkar. Börnin munu syngja fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 14:30.
Meira ...

GULUR dagur föstudaginn 7.apríl

03.04.2017
Í tilefni páskanna sem eru í næstu viku er Gulur dagur föstudaginn 7.apríl. Þá mega börnin mæta í einhverju gulu eða með eitthvað gult.
Meira ...

Opið hús hjá bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar - Gaman saman úti

24.03.2017Opið hús hjá bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar - Gaman saman úti
Miðvikudaginn 29. mars klukkan 20:00 er komið að síðasta opna húsi vetrarins 2016-17 hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar.
Meira ...

Litla upplestarkeppnin

23.03.2017
Föstudaginn 24. mars kl 9 er Litla upplestrarkeppnin haldin í Krikaskóla. Börnin í 3. og 4. bekk hafa æft upplestur í vetur. Börnin hafa unnið að því að bæta sig í upplestri en keppnin snýst einmitt um að hver og einn keppi að því að verða betri lesari. Á dagskránni er söngur og upplestur af ýmsu tagi s.s. einstaklingslestur, keðjulestur og kórlestur. Börnin í 3. bekk taka þátt í dagskránni og gegna lykilhlutverki sem kórsöngvarar. Dagskráin tekur u.þ.b. eina klukkustund.
Meira ...

Sumarorlof leikskólabarna í Krikaskóla 2017

08.03.2017Sumarorlof leikskólabarna í Krikaskóla 2017
Foreldrar skulu taka sumarleyfi a.m.k. 20 virka daga samfellt fyrir barn/börn sín á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst. Á tímabilinu 10. júlí til og með 4. ágúst er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinaðir í leikskólanum Reykjakoti, þann tíma verður Krikaskóli lokaður.
Meira ...

Börn í leik í snjóruðningum

02.03.2017
Borið hefur á því að börn séu að búa sér til snjóhús inni í ruðningum/sköflum sem hafa myndast við götur og gatnamót. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu.
Meira ...

Tilkynning til foreldra og forráðamanna / Announcement - English below !

24.02.2017
Tilkynning 3. Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Eru þeir hvattir til að fara ekki af stað sökum veðurs séu þeir ekki á vel útbúin, frekar þá að bíða af sér veðrið. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook ( Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu). Enska: Announcement 3. In the afternoon if the weather worsens during school and after-school programs. The weather conditions in the Reykjavik area have deteriorated and parents and/or guardians of children younger than 12 are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs. If parents or guardians are not equipped to pick up their children during the storm, we ask them to wait until the weather improves. The children will be kept safe at school until they are collected. Further information on www.shs.is and on Facebook („Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.“ and „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu“)
Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 22. febrúar - ADHD einkenni og hagnýt ráð

17.02.2017Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 22. febrúar - ADHD einkenni og hagnýt ráð
Miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 20 er komið að þriðja opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar haldið að venju í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum og unglingum og gefa hagnýt ráð um hvernig má vinna með veikleika og efla styrkleika þessara einstaklinga.
Meira ...

Erasmus+ samstarfsverkefni

26.01.2017
Krikaskóli er að fara af stað í samstarfsverkefni á vegum Erasmus+ menntaáætlunar EU. Samstarfslöndin eru Svíþjóð, Finnland og Wales. Um er að ræða heimsóknir kennara milli landanna þar sem við munum kynnst styrkleikum og miðla þekkingu milli landa. Við byrjum á að heimsækja Varkaus í Finnlandi núna í febrúar en þar ætlum við að kynnast „drama“ kennslu og þemanámi eins og Finnar skipuleggja það með sínum yngstu grunnskólanemendum.
Meira ...

Sumarorlof leikskóla Mosfellsbæjar

25.01.2017
Sumarorlofstími leikskóla Mosfellsbæjar verður frá 10. júlí til og með 4. ágúst 2017. Við tökum því aftur á móti börnum hér í Sunnukrikanum þriðjudaginn 8. ágúst. Unnið verður í skólanum vegna breytinga á fataaðstöðu eldri barnanna á þessum tíma. Sumarskóli leikskólanna verður í Reykjakoti sama tímabil eða frá 10. júlí til og með 4. ágúst.
Meira ...

Síða 2 af 2

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira