logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nánar

Skólaakstur í Mosfellsbæ

26.09.2011 13:55

Reglur um skólaakstur í Mosfellsbæ

Skólaakstur í Mosfellsbæ er skv. 22. gr. laga um grunnskóla (nr. 91/2008) og reglur menntamálaráðuneytis um skólaakstur (nr. 656/2009).

1. gr.
Rétt á skólaakstri (í og úr skóla) eiga þeir nemendur sem eiga heima í 1,5 km fjarlægð eða fjær frá sínum hverfisskóla.  Skemmri vegalengd telst vera í göngufæri við skóla.
Reglur um skólavist og skiptingu skólasvæða.

Eftirfarandi götur eru í 1,5 km. fjarlægð eða fjær frá Varmárskóla og eru á skólasvæði Varmárskóla skv. samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á 553. fundi þann 2. mars 2011.

Nemendur sem búa við þessar götur eiga rétt á skólaakstri: Engjavegur, Furubyggð, Grenibyggð, Krókabyggð, Lindarbyggð, Reykjabyggð, Reykjamelur, Reykjavegur. Einnig nemendur sem búa í húsum utan gatnakerfis og eru í meira 1,5 km. fjarlægð frá skólanum, þar með talið nemendur úr Leirvogstungu og Mosfellsdal.

2. gr.
Skólaakstur fer fram samkvæmt tímatöflu sem unnin er á hverju hausti af Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar í samvinnu við Varmárskóla.

3. gr.
Skólaakstur fer fram með þrennum hætti.

  • Með sérstökum skólabílum í samræmi við 1. gr.
  • Með almenningsvögnum ef skólabíll gengur ekki samkvæmt tímatöflu og er þá útdeilt strætisvagnamiðum á skrifstofu skólans.
  • Með sérstökum greiðslum til foreldra fyrir eigin akstur, þegar um lengri vegalengdir er að ræða, utan  almenningssamgöngukerfis sveitarfélagsins. Greiðslurnar taka mið af reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, nr. 44/1999 með verðbreytingum.

4. gr.
Akstur á skólatíma er fyrir þá nemendur Lágafellsskóla og Krikaskóla sem þurfa að sækja sérgreinar samkvæmt stundatöflu í Íþróttamiðstöðina að Varmá.

5. gr.
Annar akstur á vegum skóla vegna ferða á skólatíma og frístundastarfs fellur ekki undir skilgreiningar ráðuneytis skv. reglugerð 656/2009 og gilda sérstakar reglur um hann.

 

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar.

566. fundi bæjarstjórnar þann 12. október 2011.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira