logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nánar

Leikskólar - Úthlutunarreglur leikskólaplássa í leikskólum Mosfellsbæjar

14.05.2018 11:59

Úthlutunarreglur leikskólaplássa í leikskólum Mosfellsbæjar

1. gr.
Leikskólar Mosfellsbæjar eru fyrir börn á leikskólaaldri. Leikskólaaldur telst vera frá 18 mánaða aldri til 6 ára eða fram að grunnskólagöngu þeirra.

2. gr.
Sótt er um leikskólapláss fyrir barn í leikskóla Mosfellsbæjar á Íbúagátt Mosfellsbæjar.

3.gr.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að forráðamaður barnsins og barnið sjálft eigi lögheimili í Mosfellsbæ.

4. gr.
Umsóknin gildir sjálfkrafa fyrir þá leikskóla sem bæjarfélagið starfrækir og þá dvalarmöguleika sem boðið er upp á.

5. gr.
Úthlutanir leikskólaplássa eiga sér stað í apríl og maí ár hvert og er stefnt að því að nývistanir eigi sér stað í ágúst. Ef laus pláss eru í leikskólunum á öðrum tíma er þeim plássum úthlutað og gilda þá úthlutunarreglur skv. 6. grein.

6. gr.
Úthlutun leikskólaplássa fer fram á eftirfarandi hátt: * fötluð börn hafa forgang að leikskólaplássi * leikskólaplássum er úthlutað eftir aldursröð * þegar leikskólaplássum er úthlutað þarf að taka tillit til aðstæðna í leikskólunum s.s.samsetningu barnahóps, rýmis, mannahalds og fleira * stefnt er að því að systkin geti verið saman í leikskóla.

7. gr.
Hægt er að sækja um forgang að leikskólaplássi ef barnaverndarsjónarmið mæla með því. Umsóknir um forgang að leikskólaplássi, umfram 6. gr. eru unnar í samráði við starfsmenn barnaverndarnefndar.

8. gr.
Við upphaf leikskólagöngu barns er gerður rafrænn samningur við foreldra eða forráðamenn barnsins um vistunina.

9. gr.
Vistunarsamningur fellur úr gildi þegar barn flyst í bæjarfélaginu eða fer í grunnskóla.

 

Samþykkt í bæjarstjórn 25. janúar 2017.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira