logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Árgangar

Í Krikaskóla eru um 200 börn á aldrinum 2ja- 9 ára. Árgangarnir í skólanum eru 8 og hver árgangur hefur heimasvæði sem kallast hreiður og bera nöfn íslenskra fugla.

Hreiður  2- 5 ára  barnanna eru; Kría, Lundi, Fjallafinka, Ugla  og Spói. Hreiður 6-9 ára barnanna eru; Örn, Hrafn, Álft og Rjúpa.

 Árgangarnir leika og læra mikið saman innbyrðis og einnig þvert á árganga. 

Þannig eru 2ja og 3ja ára börnin saman í leik hluta dagsins. Árgangar 4 og 5 ára barna leika saman í upphafi og lok dags. Auk þess velja þau saman önnur leiksvæði í húsinu einu sinni í viku. Börnin í 2.-4 bekk leika saman í frístund til kl 9 þegar kennsla hefst. Allir árgangar í 1-4 bekk eru saman í útiveru fyrir matinn og í frístund eftir að kennslu lýkur á daginn.

 Samkennsla árganga hefur verið með ýmsu móti. Í mörg ár var samstarf 5,6 og 7 ára í s
miðjum tvisvar í viku. Þá var þeim árgöngunum skipt var upp í 12-14 barna hópa þannig að börn úr þremur árgöngum voru í hverjum hóp. Þá unnu 3og 4 bekkur saman í smiðjum mismunandi verkefni í þema, myndlist, heimilisfræði, textíl, tónlist, íþróttum, leikrænni tjáningu eða vísindum. Haustið 2019 var farið af stað með þróunarverkefni með teymiskennslu hjá 5 ára og 6 ára börnum í 1.bekk. Við þá breytingu fór árgangur 7 ára barna 2 bekkur í smiðjur með 8 og 9 ára börnunum. 


Börnin í 4 bekk eru í íþróttum með börnum í 4 bekk í Varmárskóla og sækja sund og íþróttir  þangað.

 Allir árgangar 6-9 ára barna eru saman í frístund eftir að kennslu lýkur á daginn. Á morgnanna eru árgangar 5 og 6 ára bara saman í frístund í sínu Hreiðri.

  Hér til hliðar má sækja upplýsingar um starfsfólk  hreiðranna, dagsskipulag og árganganámskrár.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira