logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

7&8 ára - HRAFN / ÖRN

Hrafn

Fyrsti og annar bekkur eru í hreiðrunum Hrafn og Örn.

Skóladagatal Krikaskóla telur 200 daga í ári, meðan hefðbundið skólastarf grunnskóla telur 180 daga.  Skóladagur grunnskólabarna í 1. og 2. bekk er frá kl. 9:00-14:00.  Kennslustundir eru 27 á viku hverri miðað við 40 mín. kennslustundir.

Inn í skóladag barnanna er fleytt frístundastarfi sem veitir svigrúm og tækifæri til fjölbreyttra verkefna, sérstaklega rýmri leiktíma og samfelldri útivist daglega.  Eins eru ávaxta- og sögustundir á hverjum morgni frístundatími.


Í samþættri frístund á kennslutíma, sinna umsjónarkennarar börnunum í sögu- og ávaxtastund alla daga. Sömuleiðis njóta börnin leiðsagnar þeirra í fataklefanum á leið sinni í útiveru á hverjum degi. Börnin í 3. og 4. bekk njóta auk þess samþættar frístundar að loknum skólatíma eina klukkustund dag hvern. Þá velja þau ýmis viðfangsefni, bæði undir handleiðslu íþrótta- og listgreinakennara auk annars starfsfólks.

 

 

  

Umsjónarkennarar 

  • Soffía Fransiska Rafnsdóttir         soffia@krikaskoli.is
  • Hafrún Hafliðadóttir                                     hafrun@krikaskoli.is
  • Anna Kristín Jörundsdóttir                annakristin@krikaskoli.is


 
 


 


 
 
 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira