logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólaráð

Samkvæmt lögum nr. 91, 8. gr. hefur í stað foreldraráðs komið skólaráð frá árinu 2008.

Hlutverk skólaráðs

Skólaráð starfar samkvæmt 16. gr. laga um grunnskóla 66/1995.

Skólaráð fjallar um og gefur umsögn til skólastjóra og skólanefndar Mosfellsbæjar um skólanámsskrá og aðrar áætlanir er varða skólahaldið. Skólaráð fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum svo og með framkvæmd þeirra. Skólaráð horfir til framtíðar varðandi skólahaldið og reynir að koma á framfæri nýjum hugmyndum ef svo ber undir.

Skólaráð Krikaskóla fundar allt að einu sinni í mánuði. Foreldrar geta komið athugsemdum og skilaboðum til nefndarmanna en hafa ber í huga að samkvæmt starfsreglum skal foreldraráð einbeita sér að skoða stefnu skólans og almennt skipulag fremur en atriði er snerta fáa. Í öllu starfi skal skólaráð leitast við að taka mið af heildarhagsmunum nemenda.

Nefnd

Í skólaráði skólaárið 2022-2023 sitja eftirtaldir aðilar:

Fulltrúar starfsmanna

Skólastjóri
Viktoría Unnur Viktorsdóttir
viktoria.unnur.viktorsdottir@mosmennt.is

Fulltrúi leikskólakennara
Inga Rut Ólafsdóttir
inga.rut.olafsdottir@mosmennt.is

Fulltrúi grunnskólakennara
Egill Jóhannsson
egill.johannsson@mosmennt.is

Fulltrúi starfsmanna
Ásthildur Sóllilja Haraldsdóttir
asthildur.sollilja.haraldsdottir@mosmennt.is

Fulltrúar foreldra

Sonja Noack

Dagbjört Ólöf Sigurðardóttir

Alexandra Guðjónsdóttir

Freyja Leópoldsdóttir

Guðrún Erna Hafsteinsdóttir

Telma Hrund Heimisdóttir

Starfsreglur og hlutverk

*Fulltrúar foreldra í skólaráði gæta hagsmuna nemenda þegar þeir, vegna aldurs eða þroska geta ekki tekið þátt í störfum skólaráðs, sbr. 13. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Lög um skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári (úr 8. grein laga um grunnskóla ).

Verkefni skólaráðs (skv. 2. grein reglugerðar um skólaráð): Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Skólaráð:

- fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið
- fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar
- tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið
- fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda
- fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum
- fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað
- tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólk skóla.

Fundargerðir

2024

2023

2022

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira