logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Menningarvika leikskólabarna

12/04/2011

Menningarvika barna 2011Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 11-15 apríl n.k. í Kjarna.
Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis í kjarnanum. Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.
Börn af leikskólum bæjarins mæta í Kjarnann, skoða sýninguna og syngja fyrir gesti og gangandi.

Dagskrá:
Mánudagur 11. apríl   Sýningin sett upp
Þriðjudagur  12. apríl  Árgangar  2009, 2008 og 2007 mæta og syngja kl. 10:40
Miðvikudagur 13. apríl Árgangur  2006 mætir og syngur  kl. 10:40
Fimmtudagur 14. apríl  Sýningin opin
Föstudagur  15. apríl   Árgangur  2005 mætir og syngur  kl. 10:40

Við hvetjum bæjarbúa til að mæta í Kjarna vikuna 11-15. apríl og skoða listasýningu og hlýða á börnin syngja.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira