logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Gestir í krikaskóla

23/09/2011

Í dag fengum við góða gesti í Krikaskóla

Mosfellingarnir Hafdís Huld og Alisdair Wright komu í heimsókn í söngstund og sungu og spiluðu á gítar. Börnin hafa verið að æfa sig að syngja lögin ,,Takk“ og ,,Vinur Minn“ sem finna má á barnaplötunni ,,Englar í Ullarsokkum“ sem gestirnir okkar gáfur út. Hafdís Huld kenndi þeim tákn við lagið ,,Takk“, börnin tóku vel undir og gestirnir voru steinhissa á því hversu vel börnin voru búin að æfa lögin. Þetta var skemmtileg stund sem bæði börnin og starfsfólk hafði gaman af.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira