logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar

17/04/2012

Menningarvika leikskóla MosfellsbæjarHin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 13.-18. apríl n.k. í Kjarna.
Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis í kjarnanum.
Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Börn af leikskólum bæjarins mæta í Kjarnann, skoða sýninguna og syngja fyrir gesti og gangandi.

Við hvetjum bæjarbúa til að mæta í Kjarna vikuna 13.-18. apríl og skoða listasýningu og hlýða á börnin syngja.

Menningarvikan er að þessu sinni haldin í samvinnu við afmælisnefnd vegna 25 ára afmælis Mosfellsbæjar. Sjá auglýsingu hér

Dagskrá:
Föstudagur 13 . apríl
Sýningin sett upp
Mánudagur 16. apríl
Árgangar 2009 og 2008 mæta og syngja kl. 10.40
Þriðjudagur 17. apríl
Árgangur 2007 mætir og syngur kl. 10.40
Miðvikudagur 18. apríl
Árgangur 2006 mætir og syngur kl. 10:40

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira