logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2012-2013

15/08/2012

fótbolti1Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða  virkar frá 1. september 2012.

Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, árgangar 1995-2006,  með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.

Ávísunin gildir í eitt ár í senn, frá 1. september til 31. ágúst ár hvert, fyrir þau börn sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, það er að segja börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um á íbúagáttinni.

Framvísun frístundaávísunar fer fram á íbúagátt Mosfellsbæjar með rafrænum hætti.
Allar nánari upplýsingar hér http://www.mos.is/Samthykktirogreglur/ReglurumfristundaavisuniMosfellsbae/

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira