logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Varðandi veikindi barna í Krikaskóla

21/02/2013

Kalla að hnerraReglur varðandi veik börn í leikskólum Mosfellsbæjar skv. Öryggishandbók leikskóla í Mosfellsbæ.

1. Skólinn getur ekki tekið á móti veikum og/eða vansvefta börnum.
2. Ef grunur leikur að að barnið sé að veikjast eða beri smit á barnið ekki að mæta í skólann.
3. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindum sínum heima og mæti aftur frískt í
skólann svo það geti tekið þátt í allri daglegri starfsemi skólans úti sem inni.
4. Ef barn veikist eða slasast í skólanum ber starfsmanni að láta foreldra vita, sem sækja
barnið sitt eins fljótt og kostur er.
5. Börnum eru ekki gefin lyf í skólanum.
Beri brýna nauðsyn til lyfjagjafar skal hafa samráð um það við skólastjóra og kennara
barnsins.

 

Reglur Krikaskóla taka mið af þessum reglum og þar fyrir utan höfum við markað okkur eftirfarandi
vinnureglur;

1. Börn fá að sleppa útiveru í einn dag eftir veikindi.
2. Hægt er næsta dag að stytta útiveru barnsins, þannig að það fari síðast út og fyrst inn.
3. Ekki er hægt að verða við óskum um að börn séu inni fyrir veikindi.
4. Varðandi viðvarandi heilsufarsvanda gerum við sérstakar áherslur, s.s. vegna astma-veikra
barna.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira