logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Menningarvika leikskólanna

13/04/2015
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar hefst í dag og stendur yfir til 19. apríl.

Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.

Börnin munu syngja fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 10:30.

Við hvetjum bæjarbúa til að mæta í Kjarna vikuna 13-17. apríl og skoða listasýningu og hlýða á börnin syngja.

Sýningin mun standa í Kjarna til 19. apríl

Dagskrá:

Þriðjudagur 14. apríl
Árgangar 2011 og 2012

Miðvikudagur 15. apríl
Árgangur 2010

Fimmtudagur 16. apríl
Árgangur 2009


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira