logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Rokkum á sokkum !

11/06/2015


Krikaskóli er sérstaklega stoltur af Rokkum á sokkum átakinu sem miðar að því að fagna fjölbreytileikanum. Átakinu var hrint úr vör af Sigrúnu R. Guðlaugardóttur starfsmanni Krikaskóla og hefur það undið skemmtilega upp á sig og vakið mikla athygli á skömmum tíma, með aðstoð samskiptamiðla.

Átakið felst í því að fagna fjölbreytileikanum í samfélaginu með því að mæta í ósamstæðum sokkum á morgun, föstudaginn 12. júní og sýna þannig stuðning í verki. Ekki væri verra að taka mynd og setja inn á Facebook.

Krikaskóli hvetur því öll börn til að mæta í ósamstæðum sokkum á morgun.

Rokkum á sokkum !

Hér er tengill hvar lesa má frétt á Vísi um átakið

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira