logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Tilkynning vegna veðurs

07/12/2015
Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17:00 í dag. 

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega á leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16:00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.

Íþróttamiðstöðvum Lágafelli og Varmá verður lokað klukkan 16:00 og öllum íþróttaæfingum því aflýst í dag.

Kennslu í Listaskóla Mosfellsbæjar eftir klukkan 16:00 og tónleikum sem halda átti í Hlégarði seinnipartinn í dag er frestað.

Upplýsingar um opnun skóla og íþróttamiðstöðva á morgun þriðjudag verða sendar út í kvöld. 


 


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira