logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús: Próf og prófkvíði barna

26/04/2016
Síðasta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna.

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi sem hjálpar okkur að takast á við aðstæður. Eðlileg spenna getur virkað hvetjandi í prófum og undirbúningi fyrir próf. Þannig getur kvíðinn virkað sem jákvæður hvati. Verði kvíðinn langvarandi eða yfirþyrmandi verður hann hins vegar hamlandi á árangur.

Það er mismunandi eftir einstaklingum hversu miklum kvíða þeir finna fyrir og margir þættir sem spila þar inn í. Á þessu opna húsi ætlar Hulda Sólrún að skoða með okkur hvað foreldrar geti gert og hvað þurfa þeir að hafa í huga til að auðvelda börnum sínum að takast á við prófatímabil og óeðlilegan kvíða. 

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21. 

Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira