logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Börnin skreyta strætó

18.12.2012

Strætó des 12Strætó stendur fyrir teiknimyndasamkeppni leiksskóla á hverju ári til að skreyta vagnana. Alls tóku 40 leiksskólar þátt og var Krikaskóli dreginn út þetta árið. Jólasveinn kom akandi í strætisvagni að skólanum sem búið var að skreyta með teikningum barnanna. Jólasveininn bauð þeim í stutta ferð um hverfið með vagninum sem þau skreyttu bæði að utan og innan. Í ferðinni voru sungin jólalög og sprellað með jólasveininum.

Meira ...

Ferð á Þjóðminjasafn Íslands

17.12.2012

Þjóðminjasafn des 12

Í síðustu viku fóru 6 og 7 ára börn með strætó á Þjóðminjasafn Íslands. Þar tók Helga starfsmaður safnsins á móti þeim og sýndi þeim jólaland og sagði þeim frá íslensku jólasveinunum. Börnin fengu að sjá ýmsa muni sem tengjast jólasveinunum meðal annars kerti sem búið var að naga og göngustafinn hans Stekkjastaurs. Stekkjastaur kom og söng nokkur jólalög. Myndskeið frá heimsókninni, þar sem 7 ára börnin sitja fyrir svörum, má finna á vefnum: http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/78558/ Ferðin gekk mjög vel og voru börnin til fyrirmyndar, bæði í strætó sem og á safninu.

Meira ...

Jólasamvera

12.12.2012

Foreldrakaffi- söngstundFöstudaginn 14.desember ætla börnin í Krikaskóla að bjóða foreldrum sínum í heimsókn í skólann sinn. Börnin ætla að eiga með þeim notarlega samverustund í hreiðrum og bjóða upp á brauðbollur, piparkökur og kaffi. Klukkan 9:00 er samsöngur í sal skólans.

Meira ...

Leikfangadagur í Krikaskóla

28.11.2012

Leikfang- tákn

Föstudaginn 30.nóvember er leikfangadagur í Krikaskóla. Þá er börnunum velkomið að taka með sér leikfang í skólann. Vinsamlegast skiljið bardagaleikföng eftir heima. Engin ábyrgð verður tekin á leikföngum.

Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

26.11.2012

opið hús 28.11Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20.00 verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna fjallar um lýðræði og mannréttindi, sem er einn af sex lykilþáttum í nýju aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21.

Gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sjá auglýsingu hér

Meira ...

Dagur íslenskrar tungu

15.11.2012

Dagur íslenskrar tungu

Ár hvert er haldið uppá dag íslenskrar tungu, þann 16.nóvember,  á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í Krikaskóla var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 14.nóvember. Börn í skólanum fóru í hópum á milli stöðva þar sem þau unnu saman að mismunandi verkefnum. Meðal annars var í boði að botna málshætti, vinna með vísuna Buxur, vesti, brók og skór ásamt því að kynnast fjölbreyttum aðferðum við stafagerð.  Sjá myndir frá deginum hér

.

Meira ...

Baráttudagur gegn einelti

08.11.2012

Baráttudagur gegn eineltiÍ dag er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu. Nemendur Krikaskóla sýndu samstöðu og hringdu bjöllum í tilefni dagsins klukkan 13 í sjö mínútur.

Á vefsíðu átaksins eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, http://www.gegneinelti.is/.

 

 

 

Meira ...

Mánudagsmorguninn 12 nóvember opnar Krikaskóli kl 10.00

07.11.2012

krikask_01Mánudagsmorguninn 12 nóvember næstkomandi verður starfsmannfundur í Krikaskóla frá kl 8.00-10.00. Því verður skólinn lokaður til kl 10.00. Áður hefur skólinn lokað vegna starfsmannafundar  á föstudögum, nú er verið að koma til móts við þá sem hentar það síður. Það sama gildir um frístundina. Hún er líka lokuð fram til kl 10.

Meira ...

Bangsa og náttfatadagur

23.10.2012

Náttfata-söngstundÍ tilefni af Alþjóðlega bangsadeginum sem haldinn er 27. október ár hvert ætlum við að halda upp á hann næstkomandi fimmtudag, 25. október.
Þann dag eru börnin velkomin á náttfötunum og taka með sér einn bangsa í skólann.

 

Meira ...

Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ

15.10.2012

afmælislogoLíkt og undanfarin 9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.

Meira ...

Síða 1 af 5

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira