logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Börnin skreyta strætó

18.12.2012

Strætó des 12Strætó stendur fyrir teiknimyndasamkeppni leiksskóla á hverju ári til að skreyta vagnana. Alls tóku 40 leiksskólar þátt og var Krikaskóli dreginn út þetta árið. Jólasveinn kom akandi í strætisvagni að skólanum sem búið var að skreyta með teikningum barnanna. Jólasveininn bauð þeim í stutta ferð um hverfið með vagninum sem þau skreyttu bæði að utan og innan. Í ferðinni voru sungin jólalög og sprellað með jólasveininum.

Meira ...

Ferð á Þjóðminjasafn Íslands

17.12.2012

Þjóðminjasafn des 12

Í síðustu viku fóru 6 og 7 ára börn með strætó á Þjóðminjasafn Íslands. Þar tók Helga starfsmaður safnsins á móti þeim og sýndi þeim jólaland og sagði þeim frá íslensku jólasveinunum. Börnin fengu að sjá ýmsa muni sem tengjast jólasveinunum meðal annars kerti sem búið var að naga og göngustafinn hans Stekkjastaurs. Stekkjastaur kom og söng nokkur jólalög. Myndskeið frá heimsókninni, þar sem 7 ára börnin sitja fyrir svörum, má finna á vefnum: http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/78558/ Ferðin gekk mjög vel og voru börnin til fyrirmyndar, bæði í strætó sem og á safninu.

Meira ...

Jólasamvera

12.12.2012

Foreldrakaffi- söngstundFöstudaginn 14.desember ætla börnin í Krikaskóla að bjóða foreldrum sínum í heimsókn í skólann sinn. Börnin ætla að eiga með þeim notarlega samverustund í hreiðrum og bjóða upp á brauðbollur, piparkökur og kaffi. Klukkan 9:00 er samsöngur í sal skólans.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira