logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opnun í blíðskaparveðri

29.06.2012

Göngubrú opnuðÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í gær, 28. júní, til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.

Meira ...

Fjallganga á Esjuna

20.06.2012

EsjugangaÞessa yndislegu sumardaga eru börnin í Krikaskóla mikið á ferðinni að rannsaka og skoða náttúruna og umhverfi sitt. Á þriðjudaginn 19. júni fóru 8 og 9 ára börn úr Krikaskóla í gönguferð á Esjuna. Fjallgangan gekk vel og voru börnin mjög ánægð með afrek dagsins. Þegar niður var komið biðu gómsætir kjúklingaleggir og meðlæti eftir öllum fjallagörpununum.

Meira ...

Sumarhátíð Krikaskóla föstudaginn 8. júní

05.06.2012

Sumarhátíð Krikaskóla verður haldin hátíðleg föstudaginn 8. júní, kl. 14-16. Hátíðin hefst með skemmtun á sviði frá börnum á aldrinum 2-4 ára. Börn á aldrinum 5-9 ára sína úti á trépöllunum. Í lokin syngja allir saman „Krikaskóla-lagið“.

Meira ...

Bilun í símkerfi Krikaskóla

04.06.2012

bilun á símaBilun er í símkerfi Krikaskóla.  Símtöl eru áframsend í gsm-númer á meðan á viðgerð stendur.  Vinsamlegast sýnið biðlund eða hafið samband við okkur með tölvupósti.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira