logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Bæjarhátíðin Í túninu heima

27.08.2013

Í túninu heima - bleik börnBæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er um næstu helgi. Í tilefni litaþema hverfanna væri gaman ef börnin kæmu í fötum í þeim litum sem þeirra gata tilheyrir eða einhverjum af þessum fjórum litum, þ.e. gulur, rauður, blár eða bleikur. Krikaskóli tilheyrir bleika hverfinu og verður skreyttur í þeim lit.

Meira ...

Kynningarfundur fyrir foreldra

19.08.2013

Logo KrikaskólaMiðvikudaginn 21.ágúst kl.20 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í Krikaskóla. Fundurinn hefst í matsalnum kl 20:00. Þá verður stutt kynning á hugmyndafræði skólans og öðrum þáttum sem varða skólastarfið í heild. Eftir það bjóða deildastjórar og umsjónarkennarar foreldrum til kynningar á hverju hreiðri fyrir sig þar sem þeir kynna starf vetrarins.

Meira ...

Krikaskóli lokaður föstudaginn 16.ágúst

12.08.2013

Krikaskóli merkiFöstudaginn 16.ágúst er fræðslu og skipulagsdagur í Krikaskóla. Þann dag koma börnin ekki í skólann né í frístund. Starfsfólkið fær námskeið og skipuleggur starfið framundan.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira