logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Bangsa og náttfatadagur

25.10.2016Bangsa og náttfatadagur
Fimmtudaginn 27. október næstkomandi er hinn alþjóðlegi bangsadagur. Þann dag eru börnin velkomin í náttfötunum í skólann og taka með sér einn bangsa.
Meira ...

Baráttudagur kvenna

24.10.2016
Árlegur baráttudagur kvenna er í dag mánudag, 24. október 2016. Vegna viðburðarins sem skipulagður er á Austurvelli í dag er mælst til að konur hafi tækifæri til að sækja þann fund frá 14:38-17:00 kjósi þær svo. Mosfellsbær gefur konum kost á að taka þátt í þessum viðburði. Við biðjum foreldra barna í skólum, leikskólum og í frístund að sýna þessu skilning og hvetjum karla, feður, afa, bræður og frændur til að sækja börnin kl. 14.15 í leikskóla og frístund þennan daginn. Tryggt verður að grunnþjónusta sé til staðar fyrir öll börn og verður stofnunum ekki lokað að þessu tilefni.
Meira ...

Röskun á skóla- og frístundastarfi

19.10.2016
Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt....
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

06.10.2016
Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Fyrsta opna húsið verður 26. október og verður umfjöllunarefnið Tölvufíkn - Þegar skemmtun verður skaðleg. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira