logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hagnýtar upplýsingar

Akstur

Sú nýbreytni verður í vetur að boðið verður upp á frístundabíl sem ekur á milli skólasvæða í Mosfellsbæ. Ekinn er ákveðinn hringur tvisvar sinnum yfir daginn. Mælst er til þess að yngstu börnin gangi fyrir í þessum frístundaakstri.

Einnig er bent á að Strætó er með mjög góða þjónustu í Mosfellsbæ og ganga vagnar að meðaltali á 15 mínútna fresti á milli skólasvæða.

Frístundabíllinn ekur sem hér segir: 

Kl.14:36
Varmárskóli - Háholt - Helgafellsskóli - Krikaskóli - Höfðaberg - Lágafellsskóli - Varmárskóli.

Kl. 15:36
Varmárskóli - Háholt - Álafosskvos - Helgafellsskóli - Krikaskóli - Höfðberg - Lágafellsskóli - Varmárskóli.

Skólaakstur er áfram til staðar í Mosfellsbæ, til og frá Varmárskóla og á milli skólahverfa vegna íþrótta- og sundkennslu á skólatíma.


Leyfi

Tilkynna þarf um tilfallandi leyfi nemenda til kennara eða starfsfólks skólans ekki síðar en samdægurs.

Foreldrar þurfa að fylla út umsókn í Íbúagátt Mosfellsbæjar ef nemendur þurfa leyfi í meira en þrjá skóladaga.

Umsókn foreldris um tímabundið leyfi nemanda

Úr lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, 15. grein.
„Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.“ 


Veikindi

Tilkynna þarf samdægurs um veikindi barna. Foreldrar geta tilkynnt um veikindi með skráningu á Námfús, símleiðis eða með tölvupósti.

Verði börn greinilega veik í skólanum, hringja kennarar í foreldra með ósk um að sækja barnið.

Börnum, sem eru að koma eftir veikindi, er heimilt að sleppa útiveru í einn dag.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira