logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hagnýtar upplýsingar

Akstur

 Frístundabílinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir 1. og 2.bekk og börn í 3. og 4.bekk munu taka strætó á æfingar úr frístund.

Starfsmaður frístundar fer með börnum út að strætóbiðstöð og bíður þar með þeim.
Börn yngri en 12 ára fá frítt í stætó, alla daga, allt árið um kring. Með færninni við að taka strætó er hægt að draga úr keyrslu á æfingar og í aðrar tómstundir. 

 

Leyfi

Tilkynna þarf um tilfallandi leyfi nemenda til kennara eða starfsfólks skólans ekki síðar en samdægurs.

Foreldrar þurfa að fylla út umsókn í Íbúagátt Mosfellsbæjar ef nemendur þurfa leyfi í meira en þrjá skóladaga.

- Umsókn foreldris um tímabundið leyfi nemanda.

Úr lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, 15. grein.
„Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.“ 


Veikindi

Tilkynna þarf samdægurs um veikindi barna. Foreldrar geta tilkynnt um veikindi með skráningu á Námfús, símleiðis eða með tölvupósti.

Verði börn greinilega veik í skólanum, hringja kennarar í foreldra með ósk um að sækja barnið.

Börnum, sem eru að koma eftir veikindi, er heimilt að sleppa útiveru í einn dag.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira