logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Mat á skólastarfi

Hér verða birt öll þau  opinberu gögn sem viðkoma mati á skólastarfi Krikaskóla. 

Um mat og eftirlit sveitarfélaga gildir ákvæði laga um leikskóla nr. 90/2008 og ákvæði laga um grunnskóla nr. 91/2008.
 Í 35. grein grunnskólalaga og 17. grein leikskólalaga segir um mat og eftirlit:

 Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í skólum er að:

  • Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
  • Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
  • Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
  • Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.


Skv. 37. gr. grunnskólalaga og 19. gr. leikskólalaga eiga sveitarfélög að sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Þá ber sveitarfélögum að fylgja eftir innra og ytra mati svo það geti leitt til umbóta í skólastarfi.

 
Hér fyrir neðan má lesa niðurstöður úttektar um Krikaskóla sem unnin var af menntamálaráðuneytinu árið 2021

Ytra mat í Krikaskóla 2021

Umbótaáætlun Krikaskóla vegna ytra mats

 

Ívar Örn Reynisson skrifaði mastersritgerð sem byggir meðal annars á starfinu í Krikaskóla. Ritgerðin heitir Framsækið skólastarf:  Kenningar og starf í tveimur skólum.  Þar skoðaði Ívar, með athugunum og greiningum, hvort samræmi væri milli þess sem skólinn segðist vinna og því sem sæist í daglegu starfi hans.

Skoða má ritgerðina í heild sinni hér.

Í úrdrætti ritgerðarinnar segir:

"Þessi ritgerð fjallar um tilviksathuganir sem gerðar voru í tveimur íslenskum skólum. Báðir starfa þeir eftir kenningum þekktra fræðimanna sem gætu fallið undir framsækið skólastarf. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig stefna þeirra og aðferðir í skólastarfi endurspegla kenningarnar sem þeir leggja upp með. Heimasíður skólanna voru skoðaðar, tekin viðtöl við skólastjórnendur og fylgst með starfsemi skólanna með athugun á vettvangi. Leitað var eftir þáttum sem gætu verið birtingarmynd þeirra kenninga sem viðkomandi skóli starfar eftir og skoðað hvernig þeir eru útfærðir í skólunum. Annar skólinn var Ugluklettur, sem er leikskóli í Borgarnesi og vinnur eftir flæðikenningum Mihalyi Csikszentmihalyi. Þær kenningar ganga í stuttu máli út á einbeitingu nemenda. Skólanum er ætlað að skapa námsumhverfi sem stuðlar að einbeittu, merkingarbæru námi. Hinn skólinn er Krikaskóli sem er leik- og grunnskóli í Mosfellsbæ. Sá skóli starfar eftir kenningum John Dewey um reynslu, virkni, lýðræði og merkingarbærni náms. Helstu niðurstöður benda til að kenningarnar sem starfað er eftir séu fremur augljósar í daglegu starfi þessara tveggja skóla. Skólastjórnendur hafa góða þekkingu á það hvernig nota eigi kenningarnar í skólum sínum og kennararnir eru áhugasamir og undir skýrum áhrifum kenninganna. Í báðum skólum gekk starfið vel þegar athugun fór fram, börnin virtust glöð og ánægð með þau verk sem þau unnu. Skólarnir eru lýðræðislegir, þar ríkir jákvætt og afslappað andrúmsloft og dæmi voru um framsækna kennsluhætti. Gögn sem þessi gefa innsýn fremur en yfirsýn um starf skólanna. Þeim er heldur ekki ætlað að alhæfa um starf annarra skóla."

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira