logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Árganganámskrár

Hér má skoða námsmarkmið fyrir alla árganga barna í Krikskóla.

Námsmarkmiðin eru unnin samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og Aðalnámskrá leikskóla. Í Krikaskóla er búið að setja saman markmið ýmissa námsgreina og markmiðssetja þemaverkefni fyrir 5 - 9 ára börn. Hér á síðunni getið þið skoðað hvaða þemaverkefni eru unnin ár hvert í aldurshópum og hvaða markmiðssetningar liggja að baki. Einnig eru hér kennsluáætlun 1. og 2. bekkjar og 3. og 4 bekkjar fyrir haustönnina þ.e. frá september til janúar. Þar er hægt að skoða tengingu á milli þemaverkefna og list- og verkgreina. Í kennsluáætlun eru kennarar búnir að setja niður viðfangsefni og markmið fyrir hverja viku til áramóta. Ný kennsluáætlun fyrir vorönn mun koma inn í janúar

Þemaverkefni 5, 6, og 7 ára barna

Lífverur í heimabyggð
Börnin rannsaka helstu lífverur í nánasta umhverfi sínu s.s. fugla, smádýr og plöntur. Þau flokka lífverur eftir eigin hugmyndum og eftir athugun á ytri einkennum. Þau kanna sérkenni dýra og plantna með athugnum og samanburði.

Ævintýri
Börnin vinna með þekkt ævintýri, setja upp leikþátt eða söngatriði. Þau fá þjálfun í tjáningu og framsögn með aðstoð leikrænnar tjáningar.

Trúarbrögð
Börnin fræðist um nokkrar frásagnir, helstu hátíðir og siði kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu.

Jólaverkefn
Börnin kynnast ákveðnum siðum og venjum er tengjast jólahátíðinni á íslandi áður fyrr og bera saman við nútímann.

Líkami minn
Börnin læra að þekkja helstu líkamshluta og meginstarfsemi þeirra. Þau vinna að því að efla skilning sinn á mikilvægi þátta eins og hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu og svefns fyrir heilbrigði og líðan. Þau fræðast um ýmsa sjúkdóma, um sýkla og smitleiðir.

Húsdýrin
Börnin fræðast um einkenni og lifnaðarhætti algengustu húsdýra á Íslandi.

Hvað langar þig að skoða, rannsaka, læra?
Í þessum verkefnum er tekið fyrir ákveðið þema eða viðfangsefni og það ítarlega rannsakað út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið er tekið úr því umhverfi sem börnin þekkja og það nálgast þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir barnið. Viðfangsefnið getur verið ákvarðað af börnunum eða kennaranum, en það er alltaf eðlislægur áhugi barnanna sem ræður ferðinni. Markmiðssetningar úr námskrám leiða verkefnið ekki endilega af stað og ekki áfram, heldur kviknar neistinn hjá börnunum. Þau koma auga á eitthvað í umhverfinu sem áhugavert er að skoða og rannsaka.
Ég og skólinn minn
Unnið er að því að efla skilning barnanna á mikilvægi tillitssemi og umhyggju í leik og starfi og í samvinnu og samskiptum við aðra. Einnig að þau átti sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna og að þau þjálfist í því að setja sig í spor annarra jafnaldra.

Árstíðir, veður og vindar
Börnin skoða og og ræða um afleiðingar árstíðabreytinga í íslenskri náttúru. Þau ræða, skoða og gera athuganir til að átta sig á hvaða breytingar árstíðaskipti hafa í för með sér fyrir daglegt líf þeirra, s.s umhverfi, hitastig og líkamann. Þu vinna að því að þekkja veðureinkenni árstíða og hvers vænta má á hverjum tíma. Þau læra um hvaða áhrif sólarljós hefur á umhverfi, hitastig og líkamann. Þau skoða, rannsaka og ræða breytingar í náttúrunni sem verða vegna áhrifa t.d. vinda, vatns, mannsins og náttúruhamfara. Þau gera athuganir til þess að efla sklining sinn á því að vegna snúnings jarðar skiptast á dagur og nótt. Þau læra að þekkja árstíðirnar, heiti vikudaga og mánaða og mun á degi, viku, mánuði, ári. Þau skrá skipulega upplýsingar um veðrið í stuttan tíma, noti hugtök sem lýsa veðrinu (t.d. heitt, kalt, rok, logn) og tiltaka tímabil (t.d. dagur, vika, mánuður) Þau gera einfaldar tilraunir um ólík birtingarform vatns, þ.e. gufu, vökva og íss; ræða enn fremur um ólík birtingarform vatns í náttúrunni, s.s. jökla, ár, læki, rigningu, snjókomu

Jólaverkefni
Börnin fynna sér ákveðna siði og venjum er tengjast jólahátíðinni á íslandi áður fyrr og beri saman við nútímann.

Ævintýri
Börnin vinna með ævintýri, setja upp leik- eða söngatriði. Þau fá þjálfun í tjáningu og framsögn með aðstoð leikrænnar tjáningar.

Trúarbrögð
Börnin fræðast um nokkrar frásagnir, helstu hátíðir og siði kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu.

Rannsóknaverkefni
Börnin fá tækifæri til að skynja, upplifa og gera athuganir varðandi breytingar á hljóði, ljósi og skugga, bragði, lykt og mismunandi lögun hluta.

Hvað langar þig að skoða, rannsaka, læra ?
Í þessum verkefnum er tekið fyrir ákveðið þema eða viðfangsefni og það ítarlega rannsakað út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið er tekið úr því umhverfi sem börnin þekkja og það nálgast þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir barnið. Viðfangsefnið getur verið ákvarðað af börnunum eða kennaranum, en það er alltaf eðlislægur áhugi barnanna sem ræður ferðinni. Markmiðssetningar úr námskrám leiða verkefnið ekki endilega af stað og ekki áfram, heldur kviknar neistinn hjá börnunum. Þau koma auga á eitthvað í umhverfinu sem áhugavert er að skoða og rannsaka.
Lífverur
Börnin flokka dýr eftir því hvað þau éta, þ.e. hvort þau nærast á plöntum eða öðrum dýrum. Þau finna út og ræða hvað það er sem einkennir lifandi verur og greinir þær frá lífvana hlutum, s.s. hreyfing, næringa, vöxtur og æxlun. Þau ræða og finna dæmi um að allar lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa. Einnig er unnið með íslensk spendýr á landi

Ég og fjölskyldan mín
Unnið er að því að börnin efli skilning sinn á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna. Þau þjálfast í að segja frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venju. Unnið er að því að efla skilning barnanna fyrir mikilvægi reglna í samskiptum fólks, skráðar og óskráðar og að þau læri að þekkja líkar samfélagslegar reglur. Einnig að þau skilji mikilvægi fjölskyldu, vina og skólafélaga og gildi þess að vera hluti af hópi. Börninn skoða nánasta umhverfi sitt og læra að greina hættur á heimili sínu og í nágrenninu.

Ævintýri
Börnin vinna með ævintýrir, setja upp leikþátt eða söngatriði. Þau fá þjálfun í tjáningu og framsögn með aðstoð leikrænnar tjáningar.

Jólaverkefni
Börnin kynnast ákveðnum siðum og venjum er tengjast jólahátíðinni á íslandi áður fyrr og bera saman við nútímann

Hreyfing og kraftur
Börnin ger athuganir til að efla skilning sinn á áhrifum þyngdarkrafts og núningskrafts í daglegu lífi. Þau gera einfaldar athuganir um kraft og hreyfingu með hversdagslegum hlutum ss. af hverju hlutir fara af stað, stöðvast, breyta um stefnu, fara hægt eða hratt, mismunandi kraftur getur breytt lögun efna

Trúarbrögð
Börnin fræðist um nokkrar frásagnir, helstu hátíðir og siði kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu

Land og þjóð
Unnið er að því að börnin efil þekkingu sína á einkennum og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar. Að þau þekki íslenska fánann og hvað litir hans tákna, skjaldarmerki Íslands og söguna af landvættunum. Þau vinna með íslenska þjóðsönginn og þjóðhátíðardaginn. Unnið er að því að efla skilning barnanna á því að sérhvert mannlegt samfélag setur sér lög og reglur og að til eru landslög og alþjóðareglur. Unnið er að því að börnin þekki mikilvægar stofnanir í samfélaginu

Hvað langar þig að skoða, rannsaka, læra ?
Í þessum verkefnum er tekið fyrir ákveðið þema eða viðfangsefni og það ítarlega rannsakað út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið er tekið úr því umhverfi sem börnin þekkja og það nálgast þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir barnið. Viðfangsefnið getur verið ákvarðað af börnunum eða kennaranum, en það er alltaf eðlislægur áhugi barnanna sem ræður ferðinni. Markmiðssetningar úr námskrám leiða verkefnið ekki endilega af stað og ekki áfram, heldur kviknar neistinn hjá börnunum. Þau koma auga á eitthvað í umhverfinu sem áhugavert er að skoða og rannsaka.

Þemaverkefni  8 og 9 ára barna

 
Atvinna í heimabyggð
Börnin kynna sér störf fólks og atvinnuhætti í heimabyggð. Þau læra um hlutverk nokkurra þjónustustofnana í samfélaginu, svo sem skóla, banka og lögreglu. Þau fræðast um tengsl framleiðslu og þjónustu með því að kynnast framleiðsluferli vöru frá framleiðanda til neytanda.

Þjóðsögur í heimabyggð
Börnin vinna með þjóðsögur úr heimabyggð og þjálfast í framsögn og tjáningu með aðstoð leikrænnar tjáningar. Einnig er unnið með endursagnir bæði út frá hlustun og lestri.

Þróun byggðar
Skoðaðir eru nokkrir þættir sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga. Börnin fræðast um einkenni og sögu heimabyggðar og skoða í tengslum við önnur svæði á landinu. Börnin skoða, ræða og vinna með ýmsa atburði og persónur á völdum tímum sem eru til umræðu í nærsamfélaginu og velti fyrir sér upplýsingum, gildi þeirra og áreiðanleika

Heimabyggðin og kortavinna
Unnið er að því að börnin átti sig á hlutverki landakorta og notagildi þeirra. Þau búa til einfalt kort af nánasta umhverfi sínu. Þau kanna kunna staði úr sínum landsfjórðungi á kortum og myndum og læra að greina algeng fyrirbæri á loftmynd af nánasta umhverfi,.

Trúarbrögð
Börnin fræðast um nokkrar frásagnir, helstu hátíðir og siði kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu.

Íslensk náttúra
Börnin skoða íslenska náttúru með það að leiðarljósi að gera sér grein fyrir nokkrum einkennum þess að náttúrufar breytist vegna ytri áhrifa. Þau læra um náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra á daglegt líf fólks. Þau fræðast um helstu jarðhræringar sem verða á Íslandi, s.s. eldgos og jarðskjálfta og æfa viðbrögð við mögulegum náttúruhamförum í heimabyggð sinni, s.s. jarðskjálfta, flóði, snjóflóði og eldgosi. Unnið er að því að efla skilning þeirra á gildi náttúru og umhverfis og mikilvægi góðrar umgengni.

Jörðin og fólk í ólíkum menningarheimum
Börnin læra að þekkja og finna á hnattlíkani og/eða korti heimsálfurnar og úthöfin. Þau athuga hvar er sjór og hvert er megineinkenni landslags. Þau vinna með hugtök eins og miðbaugur, norður- og suðurpóll. Þau skoða loftslag og gróðurfar á jörðinni með tilliti til áhrifa á líf fólks. Börnin fræðast um mismunandi menningarsvæði í heiminum, ólíkan bakgrunn fólks, mismunandi viðhorf, siðir og venjur sem hafa áhrif á trúar og lífsviðhorf fólks. Þau auka þekkingu sína á fjölbreytileika manna í ólíkum þjóðfélögum, að fólk talar ólík tungumál og þau velta fyrir sér spurningum sem tengjast trú, lífsviðhorfi og breytni.

Himingeimurinn
Börnin gera athuganir á himingeiminum og skoða stjörnumerki sem sjást frá Íslandi. Þau fræðast um geimrannsóknir og áhrif þeirra á m.a. tækniþróun í heiminum. Unnið er að því að efla skilning barnanna á innbyrðis afstöðu jarðar, tungls og sólar. Þau skoða hvernig hnattlögun og hreyfingu jarðarinnar orsakar dag, nótt og árstíðaskipti. Þau gera athuganir á stefnu skugga við tíma dags og þau gera athuganir á útilit tunglsins, hvernig það breytist á einum tunglmánuði.

Athuganir á ýmsum efnum
Börnin gera tilraunir með ýmis efni. Þau rannsaka það hvað verður um efni sem leyst eru upp í vatni og hamskipti efna. Þau gera tilraunir um áhrif mismunandi hitastigs á leysni og skoða samhengi mismunandi ástand efna og eiginleika þeirra.

Hvað langar þig að skoða, rannsaka, læra ?
Í þessum verkefnum er tekið fyrir ákveðið þema eða viðfangsefni og það ítarlega rannsakað út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið er tekið úr því umhverfi sem börnin þekkja og það nálgast þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir barnið. Viðfangsefnið getur verið ákvarðað af börnunum eða kennaranum, en það er alltaf eðlislægur áhugi barnanna sem ræður ferðinni. Markmiðssetningar úr námskrám leiða verkefnið ekki endilega af stað og ekki áfram, heldur kviknar neistinn hjá börnunum. Þau koma auga á eitthvað í umhverfinu sem áhugavert er að skoða og rannsaka.
Ég og samfélagið
Börnin vinna að sérstökum viðfangsefnum þar sem þau ræða og vinna með valin samfélagsleg og siðferðileg og heimspekileg málefni. Þau vinna með hugtökin virðing, umhyggja og sáttfýsi og vinna með mikilvægi þess, að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og að sýna fólki umhyggju og sáttfýsi. Þau skoða fyrirmyndir sínar í lífinu og hvaða áhrif þær geta haft. Börnin vinna að því að greina styrkleika sína og skoða mikilvægi jákvæðra viðhorfa og gilda. Þau þjálfast í að greina og lýsa ýmsum tilfinningum sínum svo sem gleði, sorg og reiði. Þau ræða og greina margvísleg áreiti í umhverfinu bæði jákvæð og neikvæð og hvaða áhrif þessi áreit geta haft á líf þeirra. Þau þjálfast í að hlustað á og greina að ólíkar skoðanir og að átta sig á samhengi orða, athafna og afleiðinga. Þau skoða neyslu sína í daglega lífinu, skoða kostnað, gera áætlanir, setja sér markmið og gera sér áætlanir við úrlausn afmarkaðra verkefna.

Jafnrétti
Unnið er að því að börnin átti sig gildi jafnréttis í daglegum samskiptum og að þau geri sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna. Á markvissan hátt æfa þau samstarf og samræður í jafningjahópi og ræða málefni er varðar jafnrétti í víðum skilningi.

Ísland áður fyrr
Börnin skoða, ræða og kanna ýmsa þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga. Þau skoða gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú og gera athuganir á völdum þáttum og tímabilum í sögu fjölskyldu og heimabyggðar. Þau skoða og rannaska það hvernig sagan birtist í munum og minningum. Þau læra um atburði og persónur á völdum tímum sem eru til umræðu í nærsamfélaginu

Trúarbrögð
Börnin fræðast um frásagnir, helstu hátíðir og siði kristni og annarra trúarbragða, einkum í nærsamfélaginu og skoða trúarlegar vísanir í listum og bókmenntum

Uppfinningar, tækni
Unnið er að því að börnin átti sig á áhrifum tækninnar og framkvæmda á mannlíf og umhverfi. Einnig að þau geri sér grein fyrir notkunn og þróun algengra rafmagnstækja sem tengjast daglegu lífi og skoði og athugi algengustu orkugjafa í umhverfinu. Þau þjálfast í að vinna eftir verkferli nýsköpunar, þ.e. leita að þörfum í daglegu umhverfi fyrir nýsköpun og vinna verkferli.

Samfélagsleg þátttaka og ábyrgð
Börnin fjalla um og skoða ýmis málefni nærsamfélagsins. Þau fjalla um og efla skilning sinn réttindum sínum og skyldum í nærsamfélaginu og mikilvægi þess að skilja og gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í samskiptum við aðra. Unnið er að því að börnin átti sig á lýðræðislegri uppbyggingu og samvinnu í sveitafélagi sínu og að þau átti sig á gildi samhjálpar í samfélaginu. Þau gera samfélagslegar athuganir þar sem þau skoða þarfir og vandamál í umhverfi sínu og finna leiðir að lausn. Unnið er að því að efla skilning barnanna á mikilvægi virkrar þátttöku í aðgerðum til að hafa áhrif og bæta nánasta umhverfi.

Lífverur
Börnin skoða og geri athuganir á algengustu lífverum í nánasta umhverfi. Þau skoða hvernig umhverfi lífvera og mismunandi lífsskilyrði geta mótað einkenni þeirra, athuga lífsskilirði lífvera og tengsl við umhverfi. Unnið er að því að efla með börnunum virðingu fyrir umhverfi sínu og lífskilyrðum lífvera og að þau geri sér grein fyrir því að þau geti haft um það að segja í hvenig umhverfi þau lifa í.

Hvað langar þig að skoða, rannsaka, læra ?
Í þessum verkefnum er tekið fyrir ákveðið þema eða viðfangsefni og það ítarlega rannsakað út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið er tekið úr því umhverfi sem börnin þekkja og það nálgast þannig að það hafi persónulega merkingu fyrir barnið. Viðfangsefnið getur verið ákvarðað af börnunum eða kennaranum, en það er alltaf eðlislægur áhugi barnanna sem ræður ferðinni. Markmiðssetningar úr námskrám leiða verkefnið ekki endilega af stað og ekki áfram, heldur kviknar neistinn hjá börnunum. Þau koma auga á eitthvað í umhverfinu sem áhugavert er að skoða og rannsaka.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira