logo
 • Virðing -
 • Jákvæðni -
 • Framsækni -
 • Umhyggja

Sérstaða Krikaskóla

Krikaskóli er hannaður og byggður sem samþættur leik-og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2ja-9ára.

Ein heild

Mosfellsbær stóð fyrir hugmyndasamkeppni meðal hönnuða og hugmyndafræðinga sem lögðu grunn að skólanum í samvinnu við Mosfellsbæ. Hugmyndafræði skólans, húsnæði og lóð var hannað sem heild. Húsnæði og lóð styðja því við og styrkja skólastarfið. Hugmyndafræðin tekur mið af hugsmíðahyggjunni sem er námskenning sem gengur út frá því að þekking sé afurð þess hvernig einstaklingar skapa merkingu úr reynslu sinni.

Virk uppbygging

Námsumhverfið er því heildstætt, margþætt og raunverulegt fyrir börnin sem  byggja upp eigin þekkingu. Námsumhverfi í anda hugsmíðahyggju stuðlar að virkri uppbyggingu þekkingar hjá hverju barni. Við skipulagningu á námi er áhersla lögð á að tengja nýja þekkingu fyrri reynslu barnsins, einnig á samvinnu barna í verki og að tengja viðfangsefni við nærsamfélagið.

Sérstaða skólans byggir á:

- Samfellu í leik-og námi barna
- Samkennslu árganga
- Heildstæðum viðfangsefnum
- Virkni einstaklinga – einstaklingsmiðun
- Merkingarbæru námi
- Tengslum við nærsamfélagið
- Lýðræðislegum vinnubrögðum
- Útiveru og útinámi og kennslu í tengslum við samfélagið, náttúruna og önnur námssvið leik- og grunnskóla
- Heilsdagsskóla
- Heilsársskóla

Þróun skólastarfs

Forsenda þróunar á skólastarfi byggist á að skólinn og samfélagið fylgist að í uppeldi og menntun barnanna.  Lýðræðislegu gildin umhyggja, virðing, ábyrgð og framsækni sem jafnframt eru gildi Mosfellsbæjar eru þannig áttavitar í skólastarfinu og bæjarsamfélaginu.

Taka þarf  tillit til sjónarmiða allra í skólasamfélaginu og gefa þeim færi á þátttöku í því sem skiptir þá og skólasamfélagið máli.

Mosfellsbær stóð fyrir hugmyndasamkeppni meðal hönnuða og kennsluráðgjafa um hönnun á byggingu og lóð ásamt því að velja skólanum ákveðna hugmyndafræði til að starfa eftir. Einnig var auglýst eftir útfærslu á skipulagi og framkvæmd á námi og kennslu og daglegu starfi í tvöhundruð barna skóla. Krikaskóli er afrakstur þessara vinnu.

Kynningarbæklingur um verkefnið (pdf).

KRIKASKÓLI FORSÖGN

Mosfellsbær ákvað að vinna þróunarverkefni um hönnun, byggingu, mótun hugmyndafræði skólans og framkvæmd kennslu fyrir tvöhundruð barna skóla í Krikahverfi í Mosfellsbæ.

Auglýst var eftir teymi fagfólks sem lagði fram tillögur um hugmyndafræði skólans og hönnun byggingar í samræmi við það og dómnefnd falið að vinna með þeim teymum sem leggja fram frambærilegustu tillögurnar í gegnum svokallað samningskaupferli að frekari útfærslum.

Að því loknu var ráðið starfsfólk og við ráðningu þess, svo sem skólastjórnenda og í framhaldi af því leik- og grunnskólakennara, og haft að leiðarljósi að viðkomandi hafi áhuga á að koma að slíku þróunarverkefni og gæti hrint í framkvæmd hugmyndum um fyrirkomulag uppeldis og kennslu í nýjum skóla.

Skólastarf skyldi taka mið af Skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Með því er átt við að kennsla, leikur, frístundastarf og skóladagvist barna sé samþætt í heild, bæði daglega en einnig árlega og milli ára og skólastiga.

Skólinn er ætlaður börnum á aldrinum eins til tveggja ára, leikskólabörnum á  aldrinum tveggja til fimm ára og grunnskólabörnum á aldrinum sex til níu ára.

Lykilatriði er samfella í uppeldis- og skólastarfi sem og gæði og nýbreytni í þjónustu við leik- og grunnskólabörn.

Krikaskóli forsaga (pdf).

VinningstillagaBræðingur Hugmyndafræði


Helgi Grímsson, Sigrún Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason með inngjöf frá öllum hópnum...

Þegar andstæður mætast verða nýjungar til. Þegar mótorinn mætir hestakerrunni fæðist bíll, þegar óreiðukenndur nútími mætir ljóðinu verður til Únglíngurinn í skóginum, þegar rafmagnið mætir gítarnum kemur rokk og ról og þegar fiðlubogi bætist við verður til Sigurrós. Nýjungar verða til á jaðrinum, jafnvel í Krikanum og þaðan berast þær um heiminn og verða miðlægar, svið skarast, tæknin byltir atvinnugreinum og breytir samskiptamynstrum, búsetuskilyrðum og heimsmyndinni.

Skólastarf er eitt stærsta svið íslensks samfélags, skólinn er einn stærsti hluti af lífi okkar sem einstaklinga og í framtíðinni enn stærri þáttur þar sem nám mun fléttast inn í allt ævistarfið. Framtíðin er óviss, við vitum ekki hvaða tækni, hvaða þekking eða hvaða atvinnugreinar verða ríkjandi árið 2035 þegar fyrstu nemendur skólans stíga sín fyrstu skref út í atvinnulífið. Við vitum það eitt að menn þurfa sterka sjálfsmynd, að kunna tök á sjálfum sér og mannleg¬um samskiptum og fjölbreyttum hæfileikum sínum.

Hefðbundið íslenskt skólakerfi hefur verið afmarkað í skýrt og skilgreind hólf. Leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli eða iðnskóli - háskóli. Leikskólinn hefur átt sína hefð, sínar mennt-astofnanir, sérþekkingu og stofnanir. Grunnskólinn hefur á sama hátt verið í sínu hólfi, með eigin stofnanir og stofnanamenningu.

Flæði á milli leikskóla og grunnskóla hefur ekki verið sjálfsagt, börnin flæða á milli en stjórn-endur og kennarar hafa ekki flætt á milli. Í meginatriðum hefur kerfið gengið ágætlega en að sumu leyti hefur ríkt gagnkvæmur misskilningur á milli fagþekkingar leikskólakennara og grunnskólakennara. Í lífi 6 ára barna eru snörp skil þegar önnur stofnun og önnur menning tekur við barninu og ákveðin samfella er rofin.

Krikaskóli er frábært tækifæri til nýsköpunar í Íslensku skólastarfi. Í Krikaskóla er ekki aðeins tækifæri til að tengja rafmagnið og gítarinn saman heldur hugsanlega að bæta fiðluboga¬num við. Skóli sem er hannaður frá grunni til að mæta þörfum barna frá eins árs aldri til níu ára krefst nýrrar hugsunar og skörunar á mörgum sviðum, allt frá hönnun skólabygginga til skipulags og stjórnunar í skólastarfi. Þarna mætast tvær hefðir, grunnskólahefðin og leik¬skólahefðin í einu og sama rýminu, Sérþekking á báðum sviðum blandast þar í einum skóla undir einni stjórn, þekkingin smitast eðlilega á milli en ekki aðeins á formlegum fundum eða heimsóknum. Þekkingin og menning úr báðum heimum mun renna saman í daglegum leik og starfi og jafnvel samfellu í námi. Við sem sækjum um þetta verkefni teljum að í þessu ferli muni skapast margvíslegar nýjungar, hugmyndir munu kvikna og þekking verða til sem mun gagnast öllu skólastarfi á Íslandi.

Sjálfsmynd kennara verður önnur, ertu leikskóla - eða grunnskólakennari? Nýir kennarar verða að vera opnir fyrir skörun og þeir munu vilja þurrka út óþörf landamæri. Skólinn mun hafa áhrif á sjálfsmynd og sjálfsvitund kennara, ertu leikskólakennari eða grunnskóla-kennari? Krikaskóli mun hafa áhrif á hugmyndir fólks um nemendur, hvenær verður einhver nemandi? Eins árs? Sex ára? Níu ára? Skólinn mun hafa áhrif út í samfélagið um hvað skóli er, hvað nám er, hvað menntun er.

Í hönnun skólans verða sameinaðir kostir, hefðir og nýjungar í hönnun grunnskóla og leik skóla. Styrkur leikskólans hefur til dæmis legið í eldhúsum, eldamennsku og föstum matar venjum, við sex ára aldur hefur ekki lengur þótt sjálfsagt að bjóða börnum upp á svo góða þjónustu. Við teljum að gott eldhús verði mikill styrkur fyrir skólann. Í leikskólum þykir sjálfsagt að nemendur sulli í pollum, bleyti sig og skipti um föt og geti dvalist úti í öllum veðrum. Með því að viðhalda slíkri útivistarmenningu og aðstöðu til hennar fram til níu ára aldurs teljum við að skapist gott tækifæri til útivistar, útikennslu, náttúruskoðunar eða fjallgöngu í nágrenni skólans.

Styrkur leikskólans hefur legið í skólaárinu. Skólaár leikskólans fylgir nútímalegu heimilis og atvinnulífi á meðan grunnskólinn virðist stundum miða við annað samfélag þar sem börn fóru til sveita og voru vinnuafl á sumrin og móðir eða amma var heima til að taka á móti þeim. Tíminn sem foreldrar, skólinn eða sveitarfélagið þurfa að brúa getur oft orðið ákaflega ómarkviss og slitróttur hvort sem um er að ræða skóladagheimili með mismenntuðu starfs¬fólki, íþróttatímar milli klukkan 17 og 19 sem enn auka á álag á heimilum eða ævintýra- námskeið hluta úr degi í júní, júlí eða ágúst. „Frelsið“ og frítími barna nýtist oft og tíðum illa og er í reynd oft og tíðum hálfgert reiðileysi eða tætingur.

Það er trú okkar að Krikaskóli geti orðið leiðandi hvað varðar samfellu í skólastarfi, lengd skólaárs og tengingu tómstunda við skólatíma. Með því hafa skólaárið í öllum Krikaskóla verði jafn langt og tíðkast hjá 1-6 ára nemendum opnast margvíslegir möguleikar sem núverandi kerfi býður ekki upp á.

Kosturinn við Krikaskóla og tilhögun náms er ekki síst hvað varðar lengd skólaársins og sveigjanleika í tíma sem þetta gefur nemendum. Þegar skólum lýkur venjulega er ,,lífið” rétt að byrja. Grös að spretta, lauf að blómgast og fuglar að koma til landsins. Í Krikaskóla verður frí 4 vikur á hverju sumri en í maí og júní verður mikil áhersla lögð á lífið, fylgst verður með hvaða farfuglar koma til landsins, hvernig unga klekjast úr hreiðrum, hvernig brum spretta á trjám og hvaðan flugurnar koma og pöddurnar. Hvar eru þær á veturna? Hvar eru járn-smiðir á veturna? Hvaðan koma fiðrildin? Maðkarnir á trjánum? Krikaskóli mun veita þessu öllu athygli. Starf meðal eldri barna mun skila sér til yngri barna í þróunarverkefnum. Við teljum mikilvægt að ráða til skólans kennara með menntun eða sérstaka menntun í miðlun náttúruvísinda. Á skólalóðinni verða villireitir þar sem hægt verður að týnast í litlum skógi og reynt verður að viðhalda lífríki með því að leyfa greinum og laufum að rotna í skógarbotn-inum og lággróðri að vaxa.

Þar sem krikaskóli verður „pollagallaskóli“ og krakkarnir munu ávallt hafa útbúnað til úti- vistar. Skólagarðar verða innan skólalóðar eða í grennd við hana. Þar sem samfella er í náminu verða skólagarðar hluti af náminu, sáning, ræktun, vökvun og uppskera. Hænur og kanínur á skólalóðinni gefa börnum færi á að kynnast dýrum og hirða um þau. Þetta hefur gefist mjög vel í Sjálandsskóla.

Skólalóðin er útbúin þannig að auðvelt verður og skemmtilegt að gera tilraunir með eðli vatns. Hvort sem verður til að búa til svell á veturnar, sulla á sumrin og búa til lítinn læk eða polla eða til þess að prófa að gera litlar eftirmyndir af esjunni í hlíðinni, sjá hvernig vatn býr til skorninga og gil, hvernig aurkeila myndast undan gilinu, hvernig skorningar myndast og fossar. Þetta eru þættir sem flest börn hafa leikið sér með í gegnum tíðina en borgin verður sífellt ,,snyrtilegri” og möguleikar af þessu tagi sífellt færri. Því teljum við mikilvægt að leggja slíka möguleika inn á skólalóðina. Nemendum verður markvisst kynnt umhverfi sitt með gönguferðum. Útskriftarárgangur fer upp á Esjuna og/eða Móskarðshnjúka. Það verður stóra ,,markmiðið” með útivistinni.

Ísland er í huga okkar fyrst og fremst land, eyja en það má velta fyrir sér hvort Ísland sé ekki fyrst og fremst haf. Áhugi á hafinu og hugmyndin um hafið kringum Ísland þarf að rækta mun betur. Íslenskir fiskar eru margir og hafa ríkuleg áhrif á ímyndunarafl barna, Steinbítur er áhrifameiri en krókódíll með sinn ljóta kjaft. Það er engin ástæða til að ætla annað en að börn á aldrinum 1-9 geti ekki þróað með sér raunverulegan áhuga á fiskum. Það er hægt að færa alla frumþekkingu á lífríki Íslands mun neðar í skólastigann, byrja að rækta áhu¬gann hjá mjög ungum börnum og bæta síðan við eftir því sem börnin vaxa.

Skapandi starf

Það er talið sjálfsagt að öll börn læri stærðfræði. All flest geta lært stærðfræði þótt það sé misjafnt hversu vel þeim gengur. Það er talið sjálfsagt að öll börn læri að lesa, flest ná þau tökum á því þótt misjafnt sé hversu vel þeim gengur að lesa. Hvernig þætti okkur ef það væri tilviljunum háð hvort barn læri að lesa eða ekki, hvort það læri algebru eða ekki? Við teljum ekki að það eigi að vera komið undir tilviljunarkenndum ákvörðunum foreldra hvort barn læri stærðfræði eða algebru en hvort barn læri á hljóðfæri er algerlega tilviljunum háð. Það má velta fyrir sér hvort það verði ekki talið sjálfsögð grunnmenntun í samfélagi að kunna eða hafa lært á hljóðfæri. Krikaskóli hefur aðstöðu og rými til að mynda samfellu í tónlistarnámi frá frumbernsku til 9 ára aldurs. Í Krikaskóla verður menntaður tónlistarkennari og því verður hægt að stunda markvisst tónlistaruppeldi frá eins árs til 9 ára aldurs. Rannsóknir sýna að frumbernskan er mikilvægt skeið hvað þetta snertir og í Krikaskóla verður þessi samfella fyrir hendi. Tónlistarnámi verður fléttað inn í skólastarf. Gert verður ráð fyrir að flestir læri og geti lært á hljóðfæri.

Í Krikaskóla er ekki aðeins stefnt að andrúmslofti nýsköpunar heldur verður slíkt andrúmsloft forsenda þess að verkefnið verði farsælt. Byggingin sjálf og hönnun lóðar mun styðja við þessa hugsun. Kennarar og leikskólakennarar verða að vera ófeimnir við að fara inn á anna-rs svið, sækja þekkingu og flytja á milli. Sérstaklega verður unnið að því að styrkja slíkt starf með námskeiðum, fyrirlestrum og eftirfylgju í stjórnun á fyrstu starfsárum skólans. Markmið Krikaskóla er að fóstra og leiða nýjungar í grunn- og leikskólastarfi en uppbygging skólans og stærð býður þar upp á einstakt tækifæri.

Krikaskóli er hús minninganna, yngstu nemendur Krikaskóla munu ekki muna eftir dvöl sinni en þó mun hún hafa varanleg mótandi áhrif á þessi börn. Við leggjum áherslu á að í allri hönnun séum við að skapa minningar og upplifanir, við viljum nýta styrkleika nærumhverfis, draga fram innblástur úr þjóðsögum, Íslendingasögum og Halldóri Laxness, við myndum vilja nota tækifæri sem gefast til að nýta skógarlundinn, fjallið og nálæg fyrirtæki eða stofnanir. Við viljum nýta grenndarsamfélagið og hefðir og styrkleika Mosfellsbæjar. Gæti skólinn átt landnámshænsni eða kanínur? Er líklegt að hesthús verði í göngufjarlægð frá skólanum? Gæti skólinn átt sitt eigið gróðurhús og gert nemendum kleift að rækta sitt eigið grænmeti, gæti Reykjalundur með sín tengsl við Legó skapað skemmtilega möguleika ?

Skörun hugmynda og framfarir verða til á jaðrinum, í Krikanum og það er verkefni sem hópurinn vill takast á við. Að búa til skóla, sem einn og sér verður aðdráttarafl fyrir hverfið. Að búa til skóla sem þeir sem fara gegnum skólann kjósa fyrir börnin sín þegar þeir eignast sjálfir börn.

  School on the edge

  the School on the Edge

  New ideas rarely come from the center, they come from the edge, they are never mainstream but happen in laboratories, small groups, come from strangest places and spread to the center - to the mainstream. In a small village in Iceland the local community decided to try a new idea. What would happen if they made a school for 1 - 9 year olds, instead of the traditional 1-5 preschool, 6-12 and 13 - 16 elementary level. What happens if you take the culture and education of the preschools, where play and abstract work with art and elements is common, and merge it with the old traditions of the elementary school? And what happens if you put together from the beginning - a group of architects, a schoolmaster and a preschool master, a children's book writer and the landscape architect to create both the school and the philosophy of the school as a single team? You will get Krikaskoli. In Iceland music revolutions have taken place at the strangest places and spread over the world, educated classical talent meets, punk rock mentality that merge with modern techno equipment. We get Bjork and Sigurros that actually work next door to the school. In the same town the geothermal revolution started in the 1930s, long before anybody knew about global warming. 70C water is pumped from the ground and through the building to heat it during winter time - so the school is CO2 free, clean and renewable. That fact is so old and natural in that village - it is only mentioned here to make a statement.


  School is one of the greatest forces of our lives. School makes us and shapes us and prepares us for what? We really have no idea what kind of environment, what businesses, what technology awaits the first students in 2035 - when they should be ready for ,,real life" and ,,real work". But actually - a student should not be preparing for anything, as the school is a core part of life itself but not a waiting place for some other time. The activities in the school justify themselves, the learning is good in itself, regardless of the practical because nobody knows actually what skills will be practical in 2035.
  Gardening is part of the school, music is part of the school, walking up the local mountain is a part of the school. And the community is part of the school. And of course math and writing a reading and knowing about plants and animals.

  We started with concepts in a melting pot of ideas. A melting pot of people where the writer or schoolmaster could have as much input in the design concept as the architect on the philosophy and core values of the school. As a creative team - everybody has an experience in being in a building, working or going to a school, chasing a ball or a girl or a friend in the school playground. Everybody could share an experience, have an input, and let the imagination run free.

  What differences are between the institutions we are merging? The younger has a rugged outdoor tradition, of playing outside in all weathers, of playing in general and abstract thinking - the other had form and discipline and a will to break loose and try new ideas, move away from traditional classes, even the traditional school year.

  So we looked at the school as a tree, the center staircase being the trunk of the tree, on the ground floor the roots, the boots with the mud and the outdoor clothing - to meet Icelandic weather. Based on the rugged preschoolers - the school could actually take part in teaching the older how to enjoy life in all weather. On the ground floor we also have activities, the food and nourishment - on the top level the nests, where you can have intimate learning, reading, discussions. We designed open space with few oors, but still the ambience of the nest. And from the nest we have the ,,branches" the balcony where the youngest can play before they have actually learned how to ,,fly". And outside we have the playground, where it is possible to find a wild forest, grow some vegetables, ride bikes, play ball and do experiments with elements like water, ice, mud and leaves.

  And strangely enough - the ideas that were flying in the beginning, actually ended in the building. And as all the stakeholders participated in the process - there was a mutual understanding and will to take the visions and realize them in the building - and after the first year we have seen that it actually all fits in place - the design supports the vision that created the design. And the school has attraction, it is almost a problem in the village - how many want to go to this school. That has seldom been the greatest problem for a public school.

  Krikaskóli the story

  Contact information:
  Steffan Iwersen arkitekt faí maa
  Einrum arkitektar
  Gladheimar 20
  104 Reykjavik

  ICELAND e-mail: s[hja]einrum.com
   phone: +354 8618989

  Team members:
  Einrum architects, Akiteó architects, Suðaustanátta - landscape architect, Andra Snæ
  Magnason - writer, Helga Grímsson - schoolmaster, Sigrúnu Sigurðardóttur - preschool master and VSB – engineers.

  Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira