logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólastarfið

Námsumhverfi í anda hugsmíðahyggju stuðlar að virkri uppbyggingu þekkingar hjá hverju barni. Við skipulagningu á námi er áhersla lögð á að tengja nýja þekkingu fyrri reynslu barnsins, einnig á samvinnu barna í verki og að tengja viðfangsefni við nærsamfélagið.

Skólastjóri er Þrúður Hjelm -  thrudur.hjelm@mosmennt.is
Sviðstjóri er Ágústa Óladóttir -  agusta.oladottir@mosmennt.is

Börn í 1. og 2. bekk geta tekið þátt í Íþróttafjöri sem er samstarfsverkefni Aftureldingar og Mosfellsbæjar.
Þar fá börnin tækifæri til að prófa margvíslegar íþróttagreinar. 
Íþróttafjör er aðeins fyrir börn með frístundarvistun og er kostnaður innifalinn í gjaldi frístundarsels.

Nánari upplýsingar um Íþróttafjör má sjá hér.

Metnaðarfullt skólamötuneyti í Mosfellsbæ

 Mötuneyti Krikaskóla starfar samkvæmt samræmdri stefnu skólamötuneyta í leik-og grunnskólum Mosfellsbæjar í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar. 

Í Mosfellsbæ er lögð áhersla á að í skólamötuneytum bæjarins njóti skólabörn fjölbreyttrar fæðu í hæfilegu magni, að matvælin séu rík af næringarefnum, fersk og að þau séu í háum gæðaflokki. Lögð er áhersla á að farið sé eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar hvað varðar fæðuval, næringargildi og skammtastærðir.


MatseðillMATSEÐILL


 

 


Skráning í mötuneyti fer fram á Íbúagátt

MORGUNMATUR

Í boði er hafragrautur og Cheerios fjórum sinnum í viku og súrmjólk og Cheerios/Kornflex einu sinni í viku.

HÁDEGISMATUR

Leitast er við að hafa sem minnst af unninni kjötvöru. Allar kaldar sósur eru með Ab mjólk og sýrðum rjóma.
Alltaf er borið fram grænmeti með matnum. Boðið er upp á gróf brauð sem oftast eru bökuð í eldhúsi skólans.

ÁVAXTASTUND

er einu sinni á dag.

NESTI AÐ HEIMAN

Þau börn úr grunnskólanum sem ekki kaupa hádegismat í skólanum geta komið með nesti að heiman. Þau fá ísskáp til afnota í heimilisfræðistofu. Börnin sem koma með nesti að heiman sitja saman til borðs nálægt eldhúsi og heimilisfræðistofu þannig að þau geti verið sem mest sjálfbjarga.

Ýmislegt hagnýtt

Sérfræðiþjónusta Mosfellsbæjar

Meginverkefni:


Sálfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla
Umsjón með annarri sérfræðiþjónustu í samstarfi við skólafulltrúa
Tengsl við aðrar stofnanir innan og utan bæjarfélagsins
Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla
Forvarnarverkefni, þróunar- og nýbreytnistarf
Áætlana- og skýrslugerð og önnur stjórnsýsla

Starfsmenn sérfræðiþjónustu eru:

Arnar Ingi Friðriksson, sálfræðingur
Halldóra Björg Rafnsdóttir, sálfræðingur
Ragnheiður Axelsdóttir, kennsluráðgjafi

 

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis annast skólaheilsugæslu í Krikaskóla.

Viðvera hjúkrunarfræðings Þorbjargar Eddu er á þriðjudögum og miðvikudögum.

Hægt er að ná í hjúkrunarfræðing með því að senda tölvupóst krikaskoli[hja]heilsugaeslan.is eða í síma 5783400.

Viðfangsefni skólaheilsugæslunnar eru meðal annars skimanir barna í 1 bekk grunnskólans þ.e. 6. ára barna. Í henni felast hæðar- og þyngdarmæling - sjónpróf og heyrnarmæling. Einnig eru börnin spurð nokkurra spurninga varðandi heilsutengdanlífstíl. Það er gert með léttu spjalli.

Hjúkrunarfræðingurinn fer inn til nemendahópa þ.e. á þeirra vinnusvæði og fær nemendur einnig inn í aðstöðu skólaheilsugæslunnar með fræðslu sem byggt er á 6H -heilsunnar sem Heilsugæslan hefur unnið í samvinnu við Lýðheilsustöð (Háin standa fyrir: Hollusta, Hreinlæti, Hvíld, Hreyfing, Hamingja og Hugrekki. Sexið stendur fyrir kynheilbrigði sem farið er inná í eldri bekkjum grunnskólans).

Elínborg hjúkrunarfræðingur annast einnig 2 1/2 og 4 ára skoðanir barna í Krikaskóla frá ungbarnavernd Heilsugæslu Mosfellsumdæmis.

Hlutverk sálfræðinga:

Við sérfræðiþjónustu Mosfellsbæjar starfa tveir sálfræðingar í fullu starfi og einn í hlutastarfi. Til þeirra geta foreldrar og uppeldisstéttir leitað vegna ýmissa erfiðleika barna, svo sem erfiðleika við nám, hegðun, samskipti og vegna vanlíðunar af einhverju tagi. Sálfræðingarnir sinna kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningum á vanda barna og veita börnum, foreldrum og uppeldisstéttum ráðgjöf og stuðningsviðtöl. Algengast er að skóli, að höfðu samráði við foreldra vísi máli til sérfræðiþjónustunnar, en einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð. Eftir að tilvísun hefur borist er nánari upplýsinga leitað hjá þeim sem þekkja barnið best, svo sem foreldrum barnsins og kennurum. Eftir viðtöl og greiningu á vanda barnsins eru tillögur til úrbóta kynntar og málinu fylgt eftir í samræmi við þær.
Talmeinaþjónusta:

Hægt er að fá þjónustu talmeinafræðings ef þörf er fyrir og fara umsóknir í gegnum skólastjórnendur.

Frístundaakstur

 

Frá Krikaskóla til Lágafellsskóla

Mánudagur  14:35 15:15 15:40
Þriðjudagur 14:35 15:15 15:40
Miðvikudagur  14:35 15:15 15:40
Fimmtudagur  14:35 15:15  15:40
Föstudagur  14:35 15:15 15:40

Bíllinn stoppar við íþróttahúsið að Varmárskóla á leið sinni í Lágafellsskóla.

Skólaakstur

Krikaskóli - Leirvogstunga

Leirvogstunga í Krikaskóla   07:45
Krikaskóli að Leirvogstungu/Mosfellsdalur        15:15

 


Réttur á skólaakstri:

Þeir sem eiga rétt á skólaakstri eru þeir sem eiga heima í 1,5 km fjarlægð eða fjær frá sínum hverfisskóla. Skemmri vegalengd telst vera í göngufæri við skóla.

Eftirfarandi götur eru í 1,5 km. fjarlægð eða fjær frá Varmárskóla og eru á skólasvæði Varmárskóla skv. samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á 419. fundi þann 11. maí 2005. Nemendur sem búa við þessar götur eiga rétt á skólaakstri: Engjavegur, Furubyggð, Grenibyggð, Krókabyggð, Lindarbyggð, Reykjabyggð, Reykjamelur og Reykjavegur. Einnig nemendur sem búa í húsum utan gatnakerfis og eru í meira 1,5 km. fjarlægð frá skólanum, þar með talið nemendur úr Leirvogstungu og Mosfellsdal.
Grunnskólar Mosfellsbæjar starfa eftir lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðum við þessi lög, Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011, stefnumörkun Mosfellsbæjar um skólamál (Skólastefna Mosfellsbæjar frá 2010, skýrsla um sérfræðiþjónustu frá 2012) og öðrum samþykktum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er snerta skóla. Auk þess tekur starfsemi skólanna mið af öðrum lögum um opinbera þjónustu, reglugerðum við þau auk kjarasamninga starfsmanna.

Sjálfstæði grunnskólanna í Mosfellsbæ hefur aukist á undanförnum árum. Með sjálfstæði skóla er átt við faglegt, fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði skóla til að útfæra þá stefnu sem mörkuð hefur verið af ríki (lög, reglugerðir og aðalnámskrá), sveitarfélaginu og með kjarasamningum.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira