logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Börn

Í Krikaskóla eru um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára. Hvert barn er einstakt og er gert ráð fyrir því i fjölbreyttum náms- og kennsluháttum skólans. Börnunum gefast ótal tækifæri til að leika og læra á sínum forsendum samfélagi við aðra í skólanum.

Í skólastefnu Mosfellsbæjar segir: „Standa verður vörð um möguleika einstaklingsins til að fá að þroskast í grenndarsamfélagi sem einkennist af samstarfi, trausti, velvilja og jafnræði“. Það er í samræmi við skólanámskrá Krikaskóla, kennsluáætlanir og einstaklingsnámskrár.

Gildi Mosfellsbæjar og Krikaskóla eru þau sömu ; Umhyggja, virðing, ábyrgð og framsækni.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira