logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrar

Foreldrar barna í Krikaskóla mynda með sér foreldrafélag. Markmið foreldrafélagsins er að efla samstarf heimila og skóla þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju barnanna að leiðarljósi.

Foreldrafélaginu er einnig ætlað að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda.

Foreldrasamstarfið er einn af hornsteinum skólastarfsins.

Virkt foreldrafélag og foreldraráð er styrkur fyrir skólastarfið í heild sinni, gott samstarf foreldra og nemenda og umsjónarkennara mjög mikilvægt vegna náms og  líðan barna  í skólanum.

Tímabundið leyfi

Foreldrar þurfa að fylla út umsókn í Íbúagátt Mosfellsbæjar ef nemendur þurfa leyfi í meira en þrjá skóladaga.

Tilkynna þarf um tilfallandi leyfi nemenda til kennara eða starfsfólks skólans ekki síðar en samdægurs.

Umsókn foreldris um tímabundið leyfi nemanda

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira