logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Jákvæður agi

Jákvæður agi (Positive discipline) er uppeldisstefna sem er náskyld Uppbyggingarstefnunni sem margir skólar hér á landi hafa stuðst við.  Þessar stefnur eiga það sameiginlegt að vera þróaðar út frá svokallaðri „sjálfsstjórnarkenningu“, sem felur það í sér að horft er á orsakir hegðunar og það gildismat sem býr að baki þegar leitast er við að ná fram leiðréttingu, frekar en að nýta leiðir atferlismótunar.

Hugmyndafræðin „jákvæður agi“ gengur út á það að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu. Við leitumst við að fá nemendur til að tileinka sér ákveðin viðhorf og  hæfni og nýtum bekkjarfundi til kennslu og þjálfunar, en reglulegir bekkjarfundir eru einmitt grundvallaratriði í hugmyndafræðinni.

Stefnunni fylgja einnig fleiri atriði eins og að starfsmenn læri að skilja ástæður „rangrar“ hegðunar nemenda, að samskipti þeirra við nemendur séu hvetjandi, að byggt sé upp traust og gott samband milli heimila og skóla, að starfsmenn vinni saman í teymum og hjálpist að við að finna lausnir á vandamálum sem upp koma, og síðast en ekki síst gerir hugmyndafræðin ráð fyrir að kennarar tileinki sér fjölmargar hagnýtar aðferðir við bekkjarstjórnun.

- Jákvæður agi - Handbók (pdf)
- Jákvæður agi - Punktar fyrir foreldra (pdf)

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira