logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frístund

Börn í 1.-4. bekk hafa kost á því að  vera í frístund utan hefðbundins skólatíma. Boðið er upp á vistun frá 7.30-9.00 á morgnana og frá 14-17 á daginn samkvæmt gjaldskrá. Þeir sem stunda tómstundir utan skóla geta nýtt sér frístundarrútuna. Tímaáætlun hennar má sjá hér að neðan.

Eva Rut Helgadóttir            umsjónarmaður frístundar     krika-fristund@mosmennt.is                                                        

Kristinn Rafn Guðmundsson

Ólafur  Pálmarsson

Haraldur Sigmundsson

 Ari Páll Olsen

 Eliths Freyr Heimisson

               

Á hverju skólaári eru frídagar í skólastarfinu, þegar  ekki er  kennsla, þá  býðst börnum að vera í frístundarvistun tiltekna daga samkvæmt gjaldskrá. Það er alla jafna þá virku daga sem Krikaskóli er opin um jól, páska og í vetrarfríum.  Einnig við upphaf og lok skólaársins en þá eru eru frístundarnámskeið í boði fyrir börnin.

Frístundin er með  fjölbreytta dagskrá þá, sér í lagi á sumrin þegar farið er í ferðir ýmist fótgangandi, hjólandi eða með stætisvögnum. Börnin hafa tekið þátt í að skipuleggja viðfangsefnin þessa daga með starfsfólkinu.

Frístundin  er auglýst sérstaklega með  góðum fyrirvara. 

Hægt að kaupa morgunmat, ávaxtabita, hádegismat og síðdegisbita fyrir börnin í aukafrístund samkvæmt gjaldskrá.

Sú nýbreytni verður í vetur að boðið verður upp á frístundabíl sem ekur á milli skólasvæða í Mosfellsbæ.  

Ekinn er ákveðinn hringur tvisvar sinnum yfir daginn.  Mælst er til þess að yngstu börnin gangi fyrir í þessum frístundaakstri. 

Einnig er bent á að Strætó er með mjög góða þjónustu í Mosfellsbæ og ganga vagnar að meðaltali á 15 mínútna fresti á milli skólasvæða. 

 


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira