logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrafélag

Markmið foreldrafélagsins er  að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi og að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda.

Verkefni
Félagið starfar með bekkjarfulltrúum og er opinn vettvangur fyrir alla foreldra að leita til með ráðleggingar ef spurningar koma upp sem tengjast skólagöngu barns þeirra.  Félagið skipuleggur fræðslufundi tvisvar á ári fyrir foreldra, sem og  sameiginlega leikhúsferð fyrir nemendur og aðstandendur þeirra.

Hausthátíð 
Starfar með öðrum foreldrafélögum í bænum

Annað

Þau verkefni sem félagið telur horfa til framfara í uppeldis- og menntamálum.

Aðalfundur félagsins er haldinn í maí ár hvert með hefðbundinni aðalfundardagskrá

Netfang foreldrafélagsins er: foreldrafelag[hjá]krikaskoli.is

Facebook síða foreldrafélagsins:

https://m.facebook.com/groups/153430928171237

 

Stjórn foreldrafélags Krikaskóla 2017 - 2018

 

FormaðurÁgúst Leó Ólafsson                            agust_olafsson@hotmail.com

VaraformaðurKatrín Björk Baldvinsdóttir      katrinbbaldvins@hotmail.com

Gjaldkeri
Sævar Örn Guðjónsson.                      saevarog@simnet.is

RitariFreyja Leópoldsdóttir                                  freyzinn@gmail.com


Meðstjórnendur

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir                             valgerdur85@gmail.com

Ísfold Kristjánsdóttir                                             foldakr@gmail.com

Júlíana Þórðardóttir                                                 jullagunna@gmail.com

Katharina Knoche                                                     katharina.knoche@hotmail.comÁrgangafulltrúar

 1. bekk

   2. bekk  

   3. bekk

   4. bekk     
FFK

Foreldrafélag Krikaskóla var stofnað 25. október 2010. Foreldrafélagið er félag allra foreldra barna í skólanum og ganga foreldrar/forráðamenn sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í Krikaskóla. Á hverju hausti er haldinn aðalfundur félagsins þar sem nýir foreldrar eru boðnir velkomnir og kosið er í nýja stjórn. Stjórnin samanstendur af 7 fulltrúum og er æskilegt að hver árgangur skólans eigi sinn fulltrúa í stjórn. Að auki er kallað eftir tveimur bekkjarfulltrúum úr hverjum árgangi sem hafa það hlutverk að halda uppákomur/bekkjarkvöld fyrir sinn árgang, að minnsta kosti einu sinni á hvorri önn. Ekkert gjald hefur verið innheimt foreldrafélaginu til handa en uppákomur hafa verið fjármagnaðar með sölu á varningi tengdum hverri uppákomu.

Meðal þess sem foreldrafélagið stendur fyrir er aðventustund í byrjun aðventu þar sem málaðar hafa verið piparkökur, jólaföndur í boði fyrir þá sem það vilja og jafnvel steikt laufabrauð, en dagskráin mótast af stjórn foreldrafélagsins hverju sinni. Foreldrafélagið hefur einnig komið að skipulagningu vorhátíðar og stóð meðal annars fyrir vöfflusölu vorið 2012 ásamt því að setja á fót fatabúð fyrir útskriftarárgang skólans sem þannig hefur möguleika á að safna sér aur í útskriftarskemmtun að eigin vali. Foreldrafélagið hefur einnig skipulagt árlega myndatöku fyrir nemendur í samstarfi við skólann ásamt því að reyna að koma óskilamunum í réttar hendur.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira