logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Foreldrafélag

Markmið

Markmið foreldrafélagsins er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Félaginu er ætlað að vera samstarfsvettvangur foreldra barna í skólanum.

Verkefni

- Foreldrafélagið starfar með bekkjarfulltrúum og er opinn vettvangur fyrir alla foreldra um málefni sem tengjast skólagöngu barns þeirra.
- Félagið tekur ákvarðanir um skólamyndatökur og semur við ljósmyndara.
- Foreldrafélagið stendur jafnframt fyrir leikskýningum eða öðrum uppákomum fyrir börnin.
- Starfar með öðrum foreldrafélögum í bænum.
- Þau verkefni sem félagið telur horfa til framfara í uppeldis- og menntamálum.

Hafa samband

- Netfang: foreldrafelag.krikaskola@gmail.com
- Facebook síða: Foreldrar í Krikaskóla

Stjórn foreldrafélags Krikaskóla 2022-2023

Formaður
Guðrún Erna Hafsteinsdóttir
gudrunh@bl.is

Varaformaður
Hafrún Hafliðadóttir
haflidadottir91@gmail.com

Gjaldkeri
Júlía Rós Júlíusdóttir
juliaros80@gmail.com

Ritara
Anna Kristín Scheving
annak.scheving@hotmail.com

Edda Bergsveinsdóttir
edda.bergsveinsdottir@gmail.com

Meðstjórnandi
Guðfinna Birta Valgeirsdóttir
Sonja Noack

Aðalfundur og lög félagsins

Aðalfundur félagsins er haldin í upphafi skólaárs að hausti  með hefðbundinni aðalfundardagskrá.

Lög foreldrafélags Krikaskóla (pdf).

Um foreldrafélag Krikaskóla 

Foreldrafélag Krikaskóla var stofnað 25. október 2010. Foreldrafélagið er félag allra foreldra barna í skólanum og ganga foreldrar/forráðamenn sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í Krikaskóla. Á hverju hausti er haldinn aðalfundur félagsins þar sem nýir foreldrar eru boðnir velkomnir og kosið er í nýja stjórn. Stjórnin samanstendur af 7 fulltrúum og er æskilegt að hver árgangur skólans eigi sinn fulltrúa í stjórn. Að auki er kallað eftir tveimur bekkjarfulltrúum úr hverjum árgangi sem hafa það hlutverk að halda uppákomur/bekkjarkvöld fyrir sinn árgang, að minnsta kosti einu sinni á hvorri önn.

Meðal þess sem foreldrafélagið stendur fyrir er aðventustund í byrjun aðventu þar sem málaðar hafa verið piparkökur. Einhver ár var auk þess boðið uppá jólaföndur og laufabrauðsbakstur, en dagskráin er í höndum stjórnar foreldrafélagsins hverju sinni. Foreldrafélagið hefur einnig komið að skipulagningu vorhátíðar og stóð meðal annars fyrir vöfflusölu eitt vorið. Aðstoðaði útskriftarárgang skólans við að setja á fót fatabúð sem gaf ágóðan til góðgerðamála. Foreldrafélagið hefur einnig séð um að velja ljósmyndara til að taka bæði einstaklings- og bekkjarmyndir af börnunum.  Eins hefur foreldrafélagið séð um að taka við óskilafatnaði sem hefur orðið eftir í skólanum og enginn kannast við og komið honum í fatasöfnun Rauða Krossins.

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira