logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heilsa barna

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis annast skólaheilsugæslu í Krikaskóla.

Viðvera hjúkrunarfræðings, Lilja Dögg Ármannsdóttir, er á þriðjudögum frá kl. 9:15 - 12:00 og á miðvikudögum frá kl.9:00 - 12:00.

Hægt er að ná í hjúkrunarfræðing með því að senda tölvupóst krikaskoli[hja]heilsugaeslan.is eða í síma 5783400.

Viðfangsefni skólaheilsugæslunnar eru meðal annars skimanir barna í 1.bekk grunnskólans þ.e. 6. ára barna. Í henni felast hæðar- og þyngdarmæling - sjónpróf og heyrnarmæling. Einnig eru börnin spurð nokkurra spurninga varðandi heilsutengdan lífstíl. Það er gert með léttu spjalli.

Hjúkrunarfræðingurinn fer inn til nemendahópa þ.e. á þeirra vinnusvæði og fær nemendur einnig inn í aðstöðu skólaheilsugæslunnar með fræðslu sem byggt er á 6H -heilsunnar sem Heilsugæslan hefur unnið í samvinnu við Lýðheilsustöð . Háin standa fyrir; hollusta, hreinlæti, hvíld, hreyfing, hamingja og hugrekki. Sexið stendur fyrir kynheilbrigði sem unnið er með í eldri bekkjum grunnskólans.

Lilja Dögg hjúkrunarfræðingur annast einnig 2 1/2 og 4 ára skoðanir barna í Krikaskóla frá ungbarnavernd Heilsugæslu Mosfellsumdæmis.