logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heilsa barna

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis annast skólaheilsugæslu í Krikaskóla.


Viðvera Elínar Þórunnar Stefánsdóttur hjúkrunarfræðings, er á þriðjudögum og miðvikudögum fyrir hádegi. Skólaheilsugæslan starfar sem teymi í Mosfellsbæ, milli grunnskóla bæjarins. Heimild er fyrir samstarfi sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga enda reynslan góð.


Hægt er að ná í hjúkrunarfræðing og/eða sjúkraliða með því að senda tölvupóst krikaskoli[hja]heilsugaeslan.is eða í síma 5783400.

Viðfangsefni skólaheilsugæslunnar eru meðal annars skimanir barna í 1.bekk grunnskólans 6. ára barna. Þá eru börnin hæðar- og þyngdarmæld- sjónprófuð og heyrnarmæld. Einnig eru börnin spurð nokkurra spurninga varðandi heilsutengdan lífstíl. Það er gert með léttu spjalli.

Hjúkrunarfræðingurinn fer inn til nemendahópa á þeirra vinnusvæði og fær nemendur einnig inn í aðstöðu skólaheilsugæslunnar með fræðslu sem byggð er á 6H -heilsu sem Heilsugæslan hefur unnið í samvinnu við Lýðheilsustöð . Háin standa fyrir; hollusta, hreinlæti, hvíld, hreyfing, hamingja og hugrekki. 6-ið stendur fyrir kynheilbrigði og unnið er með í eldri bekkjum grunnskólans.

Elín Þórunn hjúkrunarfræðingur annast einnig 2 1/2 og 4 ára skoðanir barna í Krikaskóla frá ungbarnavernd Heilsugæslu Mosfellsumdæmis.
Sjá nánar á  https://www.heilsugaeslan.is/heilsugaeslustodvar/mosfellsumdaemi/heilsuvernd-skolabarna

Frá árinu 2010 hefur Krikaskóli og Heilsugæslan í Mosfellsbæ unnið að sérstöku verkefni þar sem leikskólabörn geta fengið þroskamat innan skólans.

 Samstarfið hefur gefið sérstaklega góða raun, bæði fyrir börnin og foreldrana. Samstarfið milli skólahjúkrunarfræðings og kennara skólans er einnig töluvert. Ekki er boðið upp á þessa þjónustu yfir sumartímann.  Tímapantanir fara fram á Heilsugæslunni í síma 5100700.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira