logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Aðlögun barna í Krikaskóla í ágúst og september 2012

31/05/2012

 

Nú er búið að senda út flest bréf til foreldra barna sem eru að fá úthlutað plássi í Krikaskóla fyrir næsta haust frá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.  Vinna stendur yfir í skólanum við að raða niður börnum fyrir aðlögun í ágúst og fram í september.

Því starfi er ekki lokið og við biðjum foreldra um að vera rólega yfir því.  Allir komast að og við reynum að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra.  Þegar þeirri vinnu er lokið fá allir foreldrar upplýsingar frá skólanum í tölvupósti og/eða með símtali.

Mikilvægast er að gefa börnum færi á rólegri aðlögun sem tekur í flestum tilfellum viku.  Við getum ekki tekið á móti öllum í einu enda væri það of erfitt fyrir börnin sem eru að fá sína fyrstu snertingu við skólaumhverfið.  Þau eru gjarnan mjög þreytt í upphafi enda áreitin mörg og umhverfið nýtt.  Við verðum því að gefa þeim þann tíma sem þau þurfa.

Allir í Krikaskóla gleðjast yfir að fá ný börn og nýja foreldra til okkar í það góða samfélag sem við eigum í skólanum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira