logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Leikfangadagur í Krikaskóla

28.11.2012

Leikfang- tákn

Föstudaginn 30.nóvember er leikfangadagur í Krikaskóla. Þá er börnunum velkomið að taka með sér leikfang í skólann. Vinsamlegast skiljið bardagaleikföng eftir heima. Engin ábyrgð verður tekin á leikföngum.

Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

26.11.2012

opið hús 28.11Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20.00 verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna fjallar um lýðræði og mannréttindi, sem er einn af sex lykilþáttum í nýju aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21.

Gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sjá auglýsingu hér

Meira ...

Dagur íslenskrar tungu

15.11.2012

Dagur íslenskrar tungu

Ár hvert er haldið uppá dag íslenskrar tungu, þann 16.nóvember,  á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í Krikaskóla var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 14.nóvember. Börn í skólanum fóru í hópum á milli stöðva þar sem þau unnu saman að mismunandi verkefnum. Meðal annars var í boði að botna málshætti, vinna með vísuna Buxur, vesti, brók og skór ásamt því að kynnast fjölbreyttum aðferðum við stafagerð.  Sjá myndir frá deginum hér

.

Meira ...

Baráttudagur gegn einelti

08.11.2012

Baráttudagur gegn eineltiÍ dag er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu. Nemendur Krikaskóla sýndu samstöðu og hringdu bjöllum í tilefni dagsins klukkan 13 í sjö mínútur.

Á vefsíðu átaksins eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, http://www.gegneinelti.is/.

 

 

 

Meira ...

Mánudagsmorguninn 12 nóvember opnar Krikaskóli kl 10.00

07.11.2012

krikask_01Mánudagsmorguninn 12 nóvember næstkomandi verður starfsmannfundur í Krikaskóla frá kl 8.00-10.00. Því verður skólinn lokaður til kl 10.00. Áður hefur skólinn lokað vegna starfsmannafundar  á föstudögum, nú er verið að koma til móts við þá sem hentar það síður. Það sama gildir um frístundina. Hún er líka lokuð fram til kl 10.

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira