logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði

26.03.2018Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði
Betri svefn – grunnstoð heilsu Miðvikudaginn 4. apríl er komið að síðasta opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Krikaskóla og hefst kl. 20:00 Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstökum áherslum á svefn meðal barna og unglinga. Fyrirlesari er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf núverið út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira